500!!!
Já, lesandi góður. Nú hafa 500 gestir heimsótt síðuna mína. Það þykir mér gaman. Ég veit hver var númer 500 og klappa ég honum lof í lófa fyrir framúrskarandi árangur. En mér finnst samt soldið spúkí að sami maður var númer 100... og mig minnir að hann hafi líka verið númer 50. En það getur líka verið bull. En þetta er allt voða skemmtilegt, góður fílingur og sumarið að koma. Við erum að tala um það að prófin byrji á mánudaginn og verði búin eftir eina og hálfa viku (9. maí) og eftir tvær vikur mun ég hverfa til Noregs í 10 daga og sitja þar í rútu og skoða ýmsa merka staði Noregs og þess á milli gera eitthvað skemmtilegt í góðum félagsskap. Þegar ég kem heim er komið sumarfrí! Það er bara kúl, þegar við skoðum þá staðreynd að fólk sem er annað hvort í skóla í Noregi eða í grunnskóla eru ekki búin fyrr en 20 júní! Múhaha!
X... hvað???
Í dag var gaman í skólanum. Þannig er nú mál með vexti að á morgun verður kosið í allar nefndir og ráð í skólanum og það var kosningabarátta í orðsins fyllstu í dag. þarna var á boðstólnum brauðstangir, nammi, kex, meira nammi, snakk, varasalvar ("verið með Ingvar á vörunum..." mjög sniðugt), Harry Potter dót, kökur, auglýsingar, áróður, meiri kökur, djús, pepsi, pepsi max, appelsín, meiri áróður, meira nammi, áhorf á Friends í einu horninu í boði Jóa Guð, sleikjóar með áheftuðum áróðri, mjólk (já, mjólk) og meira snakk svo fátt eitt sé nefnt. Svo var uppskeruhátíð krakkanna í fatahönnunaráföngum og var haldið upp á hana með einstaklega vel heppnaðri tískusýningu. Strax eftir það var svo meiri áróður, en þá héldu frambjóðendur ræður. Voru þær misjafnlega vel fluttar, skrifaðar, æfðar og svo framvegis. Sumir gengu jafnvel svo langt að flytja ræðurnar á þýsku og frönsku. Elli forseti var nú ekki ánægður með frönskumælandi frambjóðandann þar sem hann sóttist eftir krúnunni hans Ella. En þetta var fyndið og skemmtilegt og ég losnaði við að fara í hálfan sögutíma (sem ég btw þarf ekkert að mæta í því það er upprifjun og ég tek ekki prófið!!!). Svo fór ég í Spænsku og kallin lét okkur horfa á eina skemmtilegustu mynd sem framleidd hefur verið; Hable con ella, eða Talið þér við hana (við mundum nú samt segja talaðu við hana en þetta er þérun og algjör regla í spænsku). Samt tekur ekkert skemmtilegt við hérna heima. Nú þarf ég að fara að glósa gylfaginningu.
Ég bið ykkur þá bara að lifa heil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli