mánudagur

Ég hef verið bölvuð með versta erfðagalla í geimi. Feimni. Ég er svo feimin að það háir mér. En samt hef ég hitt feimnara fólk en mig, en ég er samt of feimin. Og það pirrar mig. Ég vil geta tekið málin í mínar hendur, en ég get það bara ekki. Sorglegt.

Alexandertækni

Áðan var ég 'sjálfboðaliði' á námskeiði í Alexandertækni í tónlistarskólanum. Tæknin kennir manni sem sagt það að beyta manni rétt þegar maður spilar á hljóðfæri. Ég var svo heppin að finna það sem líklega veldur vöðvabólgunni minni. Æðislegt! Þetta var samt heldur skrtítið, kallin (sem var svartur frá toppi til táar, meira segja með svart litað hár) stóð fyrir aftan mig á meðan ég spilaði og snerti mig hátt og lágt. Samt ekkert perralega. Þetta var eiginlega svolítið fyndið. En hann gerði kraftaverk! Vakti athygli mína á því að ég þarf að standa gleiðari og að ég ætti að halla mér afturábak ekki áfram.

Ég leita enn lækninga við feimninni (svarti kallinn átti ekki ráð við henni) og ég lýsi eftir sjálfboðaliða.

Tapað/fundið

Ég lýsi líka eftir einhverjum sem getur gefið mér upplýsingar um ferðir Saybia disksins míns. Hann er gulur og það stendur Saybia framan á honum og hann er ekki í hulstri. Síðast sást til hans á fimmtudaginn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlegast snúið ykkur að gestabókinni minni eða hringið bara í mig!

Takk, takk

Engin ummæli: