fimmtudagur

Brósi minn segir að fara í göngutúr í rigningu og hlusta á SigurRós í leiðinni sé bara sjálfsmorðshugleiðing. Okey. Ég viðurkenni það að SigurRós spila frekar niðurdrepandi tónlist og allt það en hún er geggjuð... ég meina, í einu laginu er bara geggjað flott svona strengjasveitaspil og svo kemur allt í einu þögn og svo bara gítargrip, eins og þeir séu allt í einu farnir að spila með Sólstrandargæjunum! Þetta er nottla bara góð hugsun að semja svona tónlist fyrir fólk eins og mig :)

Djöfull! Ég ætla aldrei aftur í svörtum, fínum buxum og síðri prjónapeysu í skólann! Mig langar að rífa mig úr þessu ógeði og hlaupa alsber heim og fara í hermannabuxurnar mínar og hettupeysu! Bölvað!

Engin ummæli: