sunnudagur

Tilviljanir eða ákveðið fyrirfram???

Ég er manneskja sem trúi á líf eftir dauðann og eitthvað svona æðri máttarvald (ekki Guð samt eins og maður lærir um hann í kirkjunni). Ég hef ótrúlega oft velt því fyrir mér hvort hlutir séu bara tilviljanir eða hvað sko... Ég lenti nebbla í sotlu skrítnu áðan. Ég var að fara niðrí búð að kaupa Pepsi Max og mamma lét mig hafa 300 kall. Svo fór ég inn í herbergi bara svona til að líta á lúkkið og svona, ég meina, gerir maður það ekki alltaf? En allavega, svo arka ég galvösk í gegt mikilli hálku niðrí sjoppu og mæti á svæðið og þá er ekki til ein einasta 2 L Pepsí Max! Og ég alveg geggt pirruð notla, nennti ekki að labba útí sjoppu til að kaupa kók þannig að ég ákvað að kaupa tvær 1 L flöskur. En þær kostuðu sko 159 og ég fékk bara 300 kall hjá mömmu... en bíðið hæg. Þegar ég fór að kíkja á lúkkið þá var sko 50 kall á borðinu fyrir framan spegilinn og ég tók hann með mér en ég hef ekki hugmynd af hverju! Þannig að ég var með nóg fyrir báðum flöskunum!

Hmmmmmm.......

Engin ummæli: