sunnudagur

Nammi er verkfæri dauðans og ég trúi því að fita sé refsing fyrir gjörðir mans í fyrra lífi.

Núna þýðir ekkert annað en bara alsherjarátak. Þessi helgi er samt kannski ekki búin að vera svooo rosaleg. Ég borðaði soldið mikið nammi í gær en hreyfði mig alveg rosa mikið. Í dag borðaði ég líka nammi (tek það fram að ég keypti mér vínber og míní gulrætur og ætlaði að vera eitthvað svaka helþí en svo kom Arna með fullan poka af súkkulaði og nammi og vídjó...). En þessi helgi er ekki búin enn. Á morgun er afmæli og hvað skal ég þá gera????? ARRRG!

Fór á LOTR-TwoTowers í dag í Lúxus sal. Alveg ógeð flott mynd maður. Ég gat ekki hætt að pæla í því hvað Gollrir var vel gerður mar. Ég veit notla að hann var gerður eftir manni en samt! Þetta var alveg magnað! Og Elijah Wood.... Mmmmmm, svaka beib! En verst að hann virkar minni en hann er í myndinni og þá er eins og hann sé bara eitthvað barn. En hann er fallegur, hann má eiga það drengurinn.

Jöminn. Það mætti halda að ég hafi aldrei litið í spænskubók. Ég fékk fokking 4 í orðaforðaprófi í gær og Cherard var nú heldur betur ekki ánægður með mig. Eeeen... hann gefur mér einhverveginn pínu séns því ég er nottla alveg ný hjá honum... Bara hent í 303 til hans og hef aldrei þurft að læra neitt að viti fyrir spænskuna áður. Æj, hann er besta skinn... Nú er ég búin að vera eins og einhver apaköttur að brávsa vefinn til að finna einhverja orðaleiki og eitthvað til að hjálpa mér að læra þetta betur. Ég ætla sko að ná 7 eða yfir í meðaleinkunn á önninni. (reyndar ekki góð byrjun en ég meina, kommon)

90´s ball FG var hreinasta snilld. Ég dansaði eins og api útum allt og hætti ekki fyrr en síðasta lagið (Take me down to the paradise city, where the grass is green and the girsl are pretty... Oh, won´t you please take me home....) var búið. Ég var ekkert að pæla í neinum strákum og það var geggjað, bara ég og stelpurnar að djamma! Reyndar var einhver geggt sætur dyravörður sem stóð alltaf akkúrat í sjónmáli og þegar maður var ekki að lifa sig inn í lögin eins og sækó eða öskra með með lokuð augun, þá gat maður svona gjóað augunum á hann... Ég gerði nú einhverja misheppnaða tilraun til að reyna við hann og ég sá að þetta var ekki að virka þannig að ég fór bara aftur að dansa. Hann stóð sko í dyrunum og ég eikkað ætlaði bara að fá mér ferskt loft og stakk hausnum út um dyrnar, leit svo á hann og brosti og sagði 'Bara aðeins að anda'. Er ég ekki góð í því að koma með pikköpp línur á staðnum? En allavega. Ég hef ekki þetta höslaragen í mér enda er ég alltaf svo hrædd um að stráknum finnist ég vera einhver sækó eða eitthvað að ég reyni að sleppa þessu...

Alveg ekki að nenna að skrifa meira... Ég ætla bara að fara að halla mér svona...

Gúddí Nætí :o)

Engin ummæli: