miðvikudagur

Úfffff.... Þetta var svakalegt! Ég var að koma úr mínum fyrsta æfigaökutíma með pápa. Daddara...
Ég meina, þetta gekk ágætlega, ég klessti ekki á neitt, drap bara svona u.þ.b. 20 sinnum á bílnum (kommon, það er erfitt að skipta yfir á nýjan bíl bara allt í einu, sísona) og ég var meira að segja með tvo aukafarþega í bílnum, hann Brósa minn og Mágkonu. Þau voru ekki hrædd... en ég var það sko! Ég var ''pínd'' til að keyra inn á einhverjar bílasölur fyrir þau hjónin til að skoða bíla og ég alveg í einhverjum mínus þegar ég þurfti að taka af stað í brekku og ég var svo alveg tralveg upp í einum bílnum að ef ég hefði ekki tekið smá jógaöndun og slakað á áður en lagt var af stað aftur, þá hefði ég keyrt yfir hann! Djö... hvað þetta var stressandi!

Ég er komin með skólaleið dauðans! Það er samt alltaf einhver tíra í lífinu, maður á góða vini út um allt í skólanum og sætir strákar á hverju strái en aldrei í tímum hjá mér. Neiiii... ég er bara með einhverjum strákum sem ná mér kannski upp á mitti í hæð og lifa fyrir tölvuna (ég ætti kannski ekki að vera að segja mikið), en vonandi lagast þetta allt saman á næstu önn... :)

Ég er alveg að panikka út af þessu norsurum sem eru að koma til mín.... Einhverjar gellur sem taka á móti einhverjum norskum gellum voru að tala við þær á msn og ein þeirra sagði að Havar, strákur sem kemur til mín, sé bara beib dauðans! Og hvað á ég þá að gera??? Mæta þarna eins og einhver asni í lopapeysu og vaðstígvélum og kynna mig sem Elínu af Garðabæ... Jömundur! Mér ekki finnast gott. Ég myndi alveg sætta mig við að fá bara svona average gæja, enda eru það þeir sem ég fell fyrir... eða hvað?

Engin ummæli: