þriðjudagur

Fyrsti tíminn í skólanum búinn! Jibbí! Bara nokkur hundruð eftir :) Ég er samt engan veginn að meika þennan dag því maður er í mesta lagi í 10 mínútur í hverjum tíma og þarf svo að bíða í 50 mínútur eða meira eftir næsta! Búhú...

Ég er búin að reyna allt... ég get ekki sett þennan bölvaða teljara á síðuna! En ég held áfram að reyna fram í rauðan dauðann!

Mér fannst alveg hrikalega sorglegt að fara út í morgun. Það var fullt af fólki búið að slökkva á jólaljósunum (samt ekki allir) og ég alveg í mínus yfir því að jólin skyldu vera búin! Hugsið ykkur alla litlu postulíns jólasveinana sem þurfa núna að vera í kassa í heilt ár! Sorglegt... Ég þjáist samt af einhverju skammdegisþuglyndi núna held ég... Ég er allavega rosalega pirruð í skapinu. Það gerir nýtt ár!

Áramótaheitið mitt gengur ennþá vel. Ég held að þetta takist núna ;)

Ég get svo svarið það að ég er hrikalega skotin! Ég er svo skotin í strák sem ég hef varla talað við! En hann er æðiskæði! :o)

Engin ummæli: