sunnudagur

Jæjamm, bara komið nýtt ár og læti! Ég er alveg að fíla þetta nýja ár, búin að standa ágætlega vel við áramótaheitið mitt :) Skólinn byrjar á mánudaginn og ég er alveg að fíla það líka. Ég hef það á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða alveg sérdeilis prýðileg önn.

Það er eitthvað fyllibittupartý hérna heima. Kveðjupartý fyrir vin hans Brósa míns. Liggur bara við að maður sé farinn að óttast um eigið líf og annara. Lætin uppi eru alveg ærandi og greyið amma mín á neðri hæðinni...

Ég var að uppgötva að ég er algjör Meg Ryan fan. Vá hvað ég get samt verið hrikalega væmin.

Áramótin voru nú ekki alveg þau bestu ever. Ég fór í eitthvað partý með Örnu og Sæu og ég þekkti engan nema þær og svo var ég bara rekin út fyrir að fara fram á gang að tala við Sæunni... Það er engin smá harka. Ég veit ekki hvað gellan ætlaðist fyrir, en ef hún hefði rekið alla út sem fóru fram á gang hefði hún verið sú eina sem hefði verið eftir í partýinu. Sorglegt. En ég var allavega búin að finna mér far heim og var hvort eð er bara á leiðinni út þegar Sæunn vildi fara á smá svona fyllerístrúnó. Ég held nebbla að bollan hafi verið aðeins of sterk... hmmmm....

Engin ummæli: