sunnudagur

Ég var að koma heim úr svona einskonar kveðjudæmi hjá vinkonu minni... Hún er að fara til Þýskalands í skóla í marga marga mánuði... BÚhÚhÚhÚ ;(

Ég er búin að uppgötva listamanninn í mér. Mér finnst æði að skapa og dunda. Það er æðisgæði! Ég ætla að leggja það fyrir mig, því þá get ég gert eins og ÉG vil, þarf ekki að vera undir einhverjum bossi komin og get þá bara tjillað og skrifað mínar skáldsögur og málað mín listaverk í friði. Samt ætla ég að læra líka eitthvað sniðugt. Ég er jafnvel að spá í að fara í bókmenntafræði í háskólanum. Það væri ekki svo ónýtt :) En hvert fer maður ef maður ætlar að verða rithöfundur?

Fyrir nokkrum árum fór ég til læknis sem sagði mér að ég mætti ekki borða súkkulaði og lakkrís. Ég veit ekki alveg hvaða bjartsýni þetta var í honum að ætlast til þess að ég færi að hætta að borða bestasta nammi í heimi, en ég var ung og vitlaus og hlýddi lækninum audda. Enda var ég enn á því skeiði í lífinu að vera sátt við að fá hlaup og ís á nammidögum (var semsagt ekki búin að uppgötva unað súkkulaðsins). Þegar ég náði svo þeim aldri er oftast er kenndur við 'tán' féll ég á prófi læknisins og hef forðast hann allar götur síðan, dauðhrædd um að hann ráðist á mig og dæli upp úr mér. En allavega, í kvöld borðaði ég svo lakkrís í fyrsta skipti í langan tíma (og mikið af honum, jummjumm) og núna er hann að brjótast út í magaverk þess neðra (þá meina ég djöfullsins, ekki þess sem þið dónar voruð að hugsa!).

Jeg fæ að sofa út í fyrramálið, jeiiiiiii....!!!!!!

Engin ummæli: