500!!!
Já, lesandi góður. Nú hafa 500 gestir heimsótt síðuna mína. Það þykir mér gaman. Ég veit hver var númer 500 og klappa ég honum lof í lófa fyrir framúrskarandi árangur. En mér finnst samt soldið spúkí að sami maður var númer 100... og mig minnir að hann hafi líka verið númer 50. En það getur líka verið bull. En þetta er allt voða skemmtilegt, góður fílingur og sumarið að koma. Við erum að tala um það að prófin byrji á mánudaginn og verði búin eftir eina og hálfa viku (9. maí) og eftir tvær vikur mun ég hverfa til Noregs í 10 daga og sitja þar í rútu og skoða ýmsa merka staði Noregs og þess á milli gera eitthvað skemmtilegt í góðum félagsskap. Þegar ég kem heim er komið sumarfrí! Það er bara kúl, þegar við skoðum þá staðreynd að fólk sem er annað hvort í skóla í Noregi eða í grunnskóla eru ekki búin fyrr en 20 júní! Múhaha!
X... hvað???
Í dag var gaman í skólanum. Þannig er nú mál með vexti að á morgun verður kosið í allar nefndir og ráð í skólanum og það var kosningabarátta í orðsins fyllstu í dag. þarna var á boðstólnum brauðstangir, nammi, kex, meira nammi, snakk, varasalvar ("verið með Ingvar á vörunum..." mjög sniðugt), Harry Potter dót, kökur, auglýsingar, áróður, meiri kökur, djús, pepsi, pepsi max, appelsín, meiri áróður, meira nammi, áhorf á Friends í einu horninu í boði Jóa Guð, sleikjóar með áheftuðum áróðri, mjólk (já, mjólk) og meira snakk svo fátt eitt sé nefnt. Svo var uppskeruhátíð krakkanna í fatahönnunaráföngum og var haldið upp á hana með einstaklega vel heppnaðri tískusýningu. Strax eftir það var svo meiri áróður, en þá héldu frambjóðendur ræður. Voru þær misjafnlega vel fluttar, skrifaðar, æfðar og svo framvegis. Sumir gengu jafnvel svo langt að flytja ræðurnar á þýsku og frönsku. Elli forseti var nú ekki ánægður með frönskumælandi frambjóðandann þar sem hann sóttist eftir krúnunni hans Ella. En þetta var fyndið og skemmtilegt og ég losnaði við að fara í hálfan sögutíma (sem ég btw þarf ekkert að mæta í því það er upprifjun og ég tek ekki prófið!!!). Svo fór ég í Spænsku og kallin lét okkur horfa á eina skemmtilegustu mynd sem framleidd hefur verið; Hable con ella, eða Talið þér við hana (við mundum nú samt segja talaðu við hana en þetta er þérun og algjör regla í spænsku). Samt tekur ekkert skemmtilegt við hérna heima. Nú þarf ég að fara að glósa gylfaginningu.
Ég bið ykkur þá bara að lifa heil.
þriðjudagur
laugardagur
Er hægt að eyða laugardagskveldi betur en í það að vinna fyrirlestur um nauðganir? Það held ég. Sérstaklega þar sem fyrstu áform um eyðslu þessa kvölds voru björdrykkja og læti. En það varð lítið úr því og verð ég því að bíða þolinmóð til næsta miðvikudags, þar sem liðið ætlar að draga mig á Skítamóralsball. Engan veginn líst mér nú á það, en ölið verður til staðar og er það vel. O vher veit nema maður finni sér einhvern gæja? Neih, segi nú bara svona... sénsinn.
Gítar, spítar
Hér hefur veirð spilað á kassa þann er gítar er nefndur látlaust í nokkra daga. Nú er svo komið að ég er alvarlega að spá í að fara í hálft gítarnám með fiðlunáminu. Svo var ég að ræða við ágætan kunningja um daginn og hann sagði mér að það væru allir að eignast gítara! Vinkona viðkomandi og vinur fengu gítar í fermingargjöf og hann hafði heyrt um fleiri! Mér finnst það fúlt. Ég vil ekkert að allir kunni að spila á gítar! Þá er ekkert gaman. Það væri svona eins og ef allir kynnu að spila á fiðlu. Þá væri heimurinn nú skrítinn. En það er gaman að spila og syngja saman og hérna rétt í þessu var ég að glamra mig í gegnum Space Oddity með David Bowie í aðalhlutverki. Gott lag, sérstaklega þegar maður er í góðra vina hópi að djamma.
Nú nálgast prófin óðfluga og þú, lesandi góður, ættir að njóta þess að lesa allt sem ég skrifa í þessari viku því í þeirri næstu mun ég eigi blogga. Ég veit, þetta er hræðilegt, en leitið stuðnings til ættingja og vina ef þetta verður orðið of erfitt fyrir ykkur. Ég mæli sérstaklega með því svona í vikulok. En sjá, ég mun aftur hverfa þann 9. maí, þannig að þetta eru nú ekki nema nokkrir dagar.
Með von um góðan skilning,
Músin
Gítar, spítar
Hér hefur veirð spilað á kassa þann er gítar er nefndur látlaust í nokkra daga. Nú er svo komið að ég er alvarlega að spá í að fara í hálft gítarnám með fiðlunáminu. Svo var ég að ræða við ágætan kunningja um daginn og hann sagði mér að það væru allir að eignast gítara! Vinkona viðkomandi og vinur fengu gítar í fermingargjöf og hann hafði heyrt um fleiri! Mér finnst það fúlt. Ég vil ekkert að allir kunni að spila á gítar! Þá er ekkert gaman. Það væri svona eins og ef allir kynnu að spila á fiðlu. Þá væri heimurinn nú skrítinn. En það er gaman að spila og syngja saman og hérna rétt í þessu var ég að glamra mig í gegnum Space Oddity með David Bowie í aðalhlutverki. Gott lag, sérstaklega þegar maður er í góðra vina hópi að djamma.
Nú nálgast prófin óðfluga og þú, lesandi góður, ættir að njóta þess að lesa allt sem ég skrifa í þessari viku því í þeirri næstu mun ég eigi blogga. Ég veit, þetta er hræðilegt, en leitið stuðnings til ættingja og vina ef þetta verður orðið of erfitt fyrir ykkur. Ég mæli sérstaklega með því svona í vikulok. En sjá, ég mun aftur hverfa þann 9. maí, þannig að þetta eru nú ekki nema nokkrir dagar.
Með von um góðan skilning,
Músin
föstudagur
Dimitering, Dimisjón, Dimendur
Í dag var dimitering í skólanum. Mér finnst það alltaf jafn gaman og líka alltaf jafn leiðinlegt (ókey, þetta var í annað skiptið sem ég verð vitni að slíku en samt). Ég veit að ég á eftir að sakna þeirra allra. Skólinn verður ekki samur án þeirra. Reyndar þekki ég næstum engan persónulega, en ég hef djammað með slatta af þessu liði (sko, með þeim, hangið með þeim), og það er meira en margir geta sagt. Nú kemur nýr forseti þannig að viðurnefnið sem Elli forseti hefur haft á sér í þó nokkurn tíma verður ekki hans lengur. Hvernig hljómar... Ella forseti? Væri það ekki bara soldið kúl? En engar áhyggjur, ég er langt frá því að fara að bjóða mig fram í eitthvert forsetaembætti. En Ég íhugaði það að bjóða mig fram í einhverja nefnd. En þar sem ég hef ekki staðið mig sem skyldi í skólanum þessa önnina þá datt mér svona í hug að ég ætti kannski að nýta tímann í eitthvað annað en að skipuleggja skemmtun fyrir aðra. Eða hvað svo sem það yrði.
Munnlegt próf...
fór ekki sem skyldi í dag. Ég féll kylliflöt, með einkunnina 5,75. Ég væri nú ekki að flagga þessari einkunn hérna ef ég hefði ekki góða og gilda ástæðu fyrir henni. Það er kannski hægt að deila um það hvort að það sé hægt að taka hana gilda en mér finnst það. Hún er sú að ég þrátt fyrir mikinn lærdóm, mikla streitu og mikinn spænskan upplestur undanfarna daga (og þá sérstaklega í páskafríinu) gekk mér hræðilega um leið og ég kom inn. Ég bara fraus og allt fór í einn hrærigraut í hausnum. Ég sver að ég var farin að sjá fyrir mér stafasúpu! Ég held að það sé hann Chinotti sem gerir mig svona taugaóstyrka. Hann gerir það nefnilega. Hann gerir mig svo taugaóstyrka að það nær engri átt. Hann spurði mig út í sögn sem ég las svona u.þ.b. 2 mínútum áður en ég fór inn í stofuna. Ég lærði hana líka fyrstu vikuna í skólanum úti á spáni og ég kann hana mjög vel. Ég get þulið hana upp núna með léttum leik. En í dag, ónei! Ég mundi ekki einu sinni hvað bölvaða sögnin þýddi á íslensku! Þetta er ekki hægt og ég má teljast heppin ef ég næ þessum áfanga. Ég vona að ég geri það því ef ég verð svo heppin að ná, þá fer ég til Spánar líkleg á afmælisdeginum mínum. Súperb! Fyrir utan það að ég á að fá bílpróf þann dag, en ég hlýt að geta lifað af eina viku. Fæ það svo bara um leið og ég kem heim aftur!
Takk fyrir.
Í dag var dimitering í skólanum. Mér finnst það alltaf jafn gaman og líka alltaf jafn leiðinlegt (ókey, þetta var í annað skiptið sem ég verð vitni að slíku en samt). Ég veit að ég á eftir að sakna þeirra allra. Skólinn verður ekki samur án þeirra. Reyndar þekki ég næstum engan persónulega, en ég hef djammað með slatta af þessu liði (sko, með þeim, hangið með þeim), og það er meira en margir geta sagt. Nú kemur nýr forseti þannig að viðurnefnið sem Elli forseti hefur haft á sér í þó nokkurn tíma verður ekki hans lengur. Hvernig hljómar... Ella forseti? Væri það ekki bara soldið kúl? En engar áhyggjur, ég er langt frá því að fara að bjóða mig fram í eitthvert forsetaembætti. En Ég íhugaði það að bjóða mig fram í einhverja nefnd. En þar sem ég hef ekki staðið mig sem skyldi í skólanum þessa önnina þá datt mér svona í hug að ég ætti kannski að nýta tímann í eitthvað annað en að skipuleggja skemmtun fyrir aðra. Eða hvað svo sem það yrði.
Munnlegt próf...
fór ekki sem skyldi í dag. Ég féll kylliflöt, með einkunnina 5,75. Ég væri nú ekki að flagga þessari einkunn hérna ef ég hefði ekki góða og gilda ástæðu fyrir henni. Það er kannski hægt að deila um það hvort að það sé hægt að taka hana gilda en mér finnst það. Hún er sú að ég þrátt fyrir mikinn lærdóm, mikla streitu og mikinn spænskan upplestur undanfarna daga (og þá sérstaklega í páskafríinu) gekk mér hræðilega um leið og ég kom inn. Ég bara fraus og allt fór í einn hrærigraut í hausnum. Ég sver að ég var farin að sjá fyrir mér stafasúpu! Ég held að það sé hann Chinotti sem gerir mig svona taugaóstyrka. Hann gerir það nefnilega. Hann gerir mig svo taugaóstyrka að það nær engri átt. Hann spurði mig út í sögn sem ég las svona u.þ.b. 2 mínútum áður en ég fór inn í stofuna. Ég lærði hana líka fyrstu vikuna í skólanum úti á spáni og ég kann hana mjög vel. Ég get þulið hana upp núna með léttum leik. En í dag, ónei! Ég mundi ekki einu sinni hvað bölvaða sögnin þýddi á íslensku! Þetta er ekki hægt og ég má teljast heppin ef ég næ þessum áfanga. Ég vona að ég geri það því ef ég verð svo heppin að ná, þá fer ég til Spánar líkleg á afmælisdeginum mínum. Súperb! Fyrir utan það að ég á að fá bílpróf þann dag, en ég hlýt að geta lifað af eina viku. Fæ það svo bara um leið og ég kem heim aftur!
Takk fyrir.
fimmtudagur
miðvikudagur
Búhúúúúú...
Ég vil ekki vera í skólanum!
Sumardagurinn fyrsti er á morgun og þá er frí. Gefum því eitt gott klapp. Mér leiðist og ég hef óhemju mikla þörf fyrir að tjá mig. Ætti ég að gera svona tilraun og standa uppi á borði í tölvustofunni og öskra þessa klassísku setningu, "I´m the king of the woooooorld!" Það myndi samt örugglega ekki falla í góðan farveg hjá henni Önnu Jeeves enskukennaranum mínum. Henni er eitthvað illa við mig. Ég veit ekki enn hvað það er sem ég hef gert henni, en eitthvað er það, því ef allir eru að tala þá öskrar hún yfir bekkinn "Elín!" og þaggar niðrí mér, svo heldur hún áfram með kennsluna þó að allir aðrir séu að tala. Mjög skrítið, einkar furðulegt. En núna erum við í tölvutíma í ensku og höfum fengið leyfi til að tala og ég er engan veginn að nýta mér það, ég sit bara og tala við sjálfa mig með því að skrifa á bloggsíðu. Einkar furðulegt.
Ég er stórhneyksluð! Maður hverfur frá skóla yfir páksa, í eina og hálfa viku, og þegar maður kemur til baka eru allir strákarnir sem áður voru með sítt hár búnir að raka það af! Hvað það er sem fær fólk til að gera slíka firru er mér óskiljanlegt. Algjörlega.
Ég vil ekki vera í skólanum!
Sumardagurinn fyrsti er á morgun og þá er frí. Gefum því eitt gott klapp. Mér leiðist og ég hef óhemju mikla þörf fyrir að tjá mig. Ætti ég að gera svona tilraun og standa uppi á borði í tölvustofunni og öskra þessa klassísku setningu, "I´m the king of the woooooorld!" Það myndi samt örugglega ekki falla í góðan farveg hjá henni Önnu Jeeves enskukennaranum mínum. Henni er eitthvað illa við mig. Ég veit ekki enn hvað það er sem ég hef gert henni, en eitthvað er það, því ef allir eru að tala þá öskrar hún yfir bekkinn "Elín!" og þaggar niðrí mér, svo heldur hún áfram með kennsluna þó að allir aðrir séu að tala. Mjög skrítið, einkar furðulegt. En núna erum við í tölvutíma í ensku og höfum fengið leyfi til að tala og ég er engan veginn að nýta mér það, ég sit bara og tala við sjálfa mig með því að skrifa á bloggsíðu. Einkar furðulegt.
Ég er stórhneyksluð! Maður hverfur frá skóla yfir páksa, í eina og hálfa viku, og þegar maður kemur til baka eru allir strákarnir sem áður voru með sítt hár búnir að raka það af! Hvað það er sem fær fólk til að gera slíka firru er mér óskiljanlegt. Algjörlega.
þriðjudagur
einhver sprelligosi setti klám inn á gestabókina mína. Mjög fyndin, haha. Ég hló mig dauða. Eeeennnn ég náði að taka það út svo enginn skaði skeður.
Páskarnir
sem voru bara alls ekki svo slæmir eru nú senn á enda og alvara lífsins, skólinn, tekur við. Ég vil vekja athygli á því að eftir átta mánuði verð ég hálfnuð með framhaldsskóla! Hvað tekur við eftir skóla hef ég ekki hugmynd um. Ég hef verið að velta því fyrir mér að mastera spænskuna og fara jafnvel í einhvern listaháskóla þar. Hver veit. Reyndar er rosalega erfitt að ákveða eitthvað svona fyrirfram. Ég meina, hver veit nema ég verði heppin og eignist einhverntíman kærasta, þá er nú ekki nokkur leið að draga hann bara með til spánar! Nægur tími samt, enginn asi.
Ég verð að slá botninn í þetta með einni lítilli yfirlýsingu. Ég er fædd á vitlausu tónlistartímabili!!!
Páskarnir
sem voru bara alls ekki svo slæmir eru nú senn á enda og alvara lífsins, skólinn, tekur við. Ég vil vekja athygli á því að eftir átta mánuði verð ég hálfnuð með framhaldsskóla! Hvað tekur við eftir skóla hef ég ekki hugmynd um. Ég hef verið að velta því fyrir mér að mastera spænskuna og fara jafnvel í einhvern listaháskóla þar. Hver veit. Reyndar er rosalega erfitt að ákveða eitthvað svona fyrirfram. Ég meina, hver veit nema ég verði heppin og eignist einhverntíman kærasta, þá er nú ekki nokkur leið að draga hann bara með til spánar! Nægur tími samt, enginn asi.
Ég verð að slá botninn í þetta með einni lítilli yfirlýsingu. Ég er fædd á vitlausu tónlistartímabili!!!
föstudagur
Hitanum hefur verið skipt út fyrir kvef. Ég vildi heldur vera með hita. Þá hefur maður að minnsta kosti löglega afsökun fyrir því að liggja uppi í rúmi og gera alveg ekki nokkurn skapaðan hlut.
Langt...
En samt ekki. Jú, það er föstudagurinn langi. Mér leiðist og mamma er hrædd við að hreyfa sig því hún á von á því að tengdamóðir hennar mæti upp og skammist. Ég veit ekki um neinn sem tekur föstudaginn langa eins hátíðlega og hún amma mín blessunin.
Mínir ökuhæfileikar, já...
Í gær afrekaði ég það að keyra úr garðabænum og upp á höfða. Á leiðinni tókst mér að panikka allhressilega þegar löggimann byrjaði að aka á eftir mér. Ég veit ekki af hverju. Ég var á tótalí löglegum hraða, með öll ljós kveikt, gaf stefnuljós í allar áttir eins og allir bavíanar gera um leið og þeir sjá löggun og stoppaði 5 metrum fyrir aftan stöðvunarlínu. Nokkuð gott. Svo komst ég að því að þetta var svo ekkert samsæri gegn mér, löggan var alls ekki á eftir mér, heldur beygði bara í burtu frá mér. Mér varð svo mikið um að ég drap á bílnum þegar það kom grænt og gat ekki sett hann í gang aftur fyrr en rauða var komið aftur, þannig að ég beið á ljósunum alveg hel**** lengi. Mamma tók við á besínstöðinni uppi á höfða. Ég held að hún hafi ekki alveg treyst mér að keyra upp í Borgarfjörð. Ég varð samt ægilega fúl yfir því að mega ekki keyra í gegnum þjóðarstolt okkar íslendinga, Hvalfjarðargöngin, en það lagaðist allt þar sem ég fékk að taka við í Borgarnesi. Þar gaf ég fyrsta fokkmerkið mitt úti í umferðinni (það var á bakvið mælaborðið og enginn annar en ég sá það en það er hugurinn sem gildir) og einhver hálfviti á hvítum jeppa skildi mig eftir í reykskýi. Ég hata svona plebbafólk.
Íslenskt slangur hjá huguðum
Um daginn var ég að lesa smásögu á huga. Svo villtist ég inn á heimasíðu hjá einhverri 15 ára stelpu og hún skrifaði bara bókstaflega ekkert rétt! Mér finnst það rosalega skrítið, þó svo að fólk sé bara að skrifa fyrir sjálft sig, að það skrifi bara nákvæmlega eins og orðin eru sögð. Ég hef prófað það og mér finnst það bara mikið erfiðara, svo ekki sé minnst á það hvernig er að lesa þetta hrognamál! Ég persónulega gef skít í það þegar ég er til dæmis að skrifa á msn eða senda sms þegar ég skrifa til dæmis óvart q í staðin fyrir p eða eitthvað álíka, fólk hlýtur að skilja það. En ekki á heimasíðunni minni. Mér er ekki sama hvernig ég kem út á heimasíðunni minni.
Þetta er örugglega mest allt svolítið svona mótsagnakennt og örugglega einhverjar stafsetningavillur í þessum texta en ég læt mér það þá bara að kenningu verða.
Gleðilega páska!
Langt...
En samt ekki. Jú, það er föstudagurinn langi. Mér leiðist og mamma er hrædd við að hreyfa sig því hún á von á því að tengdamóðir hennar mæti upp og skammist. Ég veit ekki um neinn sem tekur föstudaginn langa eins hátíðlega og hún amma mín blessunin.
Mínir ökuhæfileikar, já...
Í gær afrekaði ég það að keyra úr garðabænum og upp á höfða. Á leiðinni tókst mér að panikka allhressilega þegar löggimann byrjaði að aka á eftir mér. Ég veit ekki af hverju. Ég var á tótalí löglegum hraða, með öll ljós kveikt, gaf stefnuljós í allar áttir eins og allir bavíanar gera um leið og þeir sjá löggun og stoppaði 5 metrum fyrir aftan stöðvunarlínu. Nokkuð gott. Svo komst ég að því að þetta var svo ekkert samsæri gegn mér, löggan var alls ekki á eftir mér, heldur beygði bara í burtu frá mér. Mér varð svo mikið um að ég drap á bílnum þegar það kom grænt og gat ekki sett hann í gang aftur fyrr en rauða var komið aftur, þannig að ég beið á ljósunum alveg hel**** lengi. Mamma tók við á besínstöðinni uppi á höfða. Ég held að hún hafi ekki alveg treyst mér að keyra upp í Borgarfjörð. Ég varð samt ægilega fúl yfir því að mega ekki keyra í gegnum þjóðarstolt okkar íslendinga, Hvalfjarðargöngin, en það lagaðist allt þar sem ég fékk að taka við í Borgarnesi. Þar gaf ég fyrsta fokkmerkið mitt úti í umferðinni (það var á bakvið mælaborðið og enginn annar en ég sá það en það er hugurinn sem gildir) og einhver hálfviti á hvítum jeppa skildi mig eftir í reykskýi. Ég hata svona plebbafólk.
Íslenskt slangur hjá huguðum
Um daginn var ég að lesa smásögu á huga. Svo villtist ég inn á heimasíðu hjá einhverri 15 ára stelpu og hún skrifaði bara bókstaflega ekkert rétt! Mér finnst það rosalega skrítið, þó svo að fólk sé bara að skrifa fyrir sjálft sig, að það skrifi bara nákvæmlega eins og orðin eru sögð. Ég hef prófað það og mér finnst það bara mikið erfiðara, svo ekki sé minnst á það hvernig er að lesa þetta hrognamál! Ég persónulega gef skít í það þegar ég er til dæmis að skrifa á msn eða senda sms þegar ég skrifa til dæmis óvart q í staðin fyrir p eða eitthvað álíka, fólk hlýtur að skilja það. En ekki á heimasíðunni minni. Mér er ekki sama hvernig ég kem út á heimasíðunni minni.
Þetta er örugglega mest allt svolítið svona mótsagnakennt og örugglega einhverjar stafsetningavillur í þessum texta en ég læt mér það þá bara að kenningu verða.
Gleðilega páska!
miðvikudagur
Flensa
Ég er búin að liggja í flensu frá því í fyrradag. Það er æðislegt að byrja páskafríið svona! Í gær setti ég met í svefni. Ég sofnaði klukkan 9 á mánudagskveldinu og vaknaði klukkan hálfníu í gær. Þá horfði ég á hina klassísku tölvuteiknimynd Shrek og fór svo að sofa aftur. Nokkrir aðilar vroru ákveðnir í því að vekja mig með símhringingum en með þó nokkrum hléum tókst mér að sofa til klukkan hálf fimm í gær. Og ég sofnaði aftur fyrir klukkan 10 í gærkveldi.
Píka hvað?
Já, ég fór á píkusögur á sunnudagskveldið (rétt áður en ég varð veik). Það var nú meiri stemmningin! Glös brotin í miðju leikriti, bjórinn seldur á 600 kall og sódavatnið á 200, brjálaðar saumaklúbbskellingar að míga á sig úr hlátri og svo við, brjáluðu unglingarnir. En þett var æsispennandi þrátt fyrir allt og ég komst að því að mig langar svolítið til þess að verða leikari. Reyndar er þetta eitthvað sem ég kemst að í hvert einasta skipti sem ég fer í leikhús en ég fer ekki það oft þannig að þetta er svona eiginlega ný upplifun í hvert skipti.
Takk fyrir það.
Ég er búin að liggja í flensu frá því í fyrradag. Það er æðislegt að byrja páskafríið svona! Í gær setti ég met í svefni. Ég sofnaði klukkan 9 á mánudagskveldinu og vaknaði klukkan hálfníu í gær. Þá horfði ég á hina klassísku tölvuteiknimynd Shrek og fór svo að sofa aftur. Nokkrir aðilar vroru ákveðnir í því að vekja mig með símhringingum en með þó nokkrum hléum tókst mér að sofa til klukkan hálf fimm í gær. Og ég sofnaði aftur fyrir klukkan 10 í gærkveldi.
Píka hvað?
Já, ég fór á píkusögur á sunnudagskveldið (rétt áður en ég varð veik). Það var nú meiri stemmningin! Glös brotin í miðju leikriti, bjórinn seldur á 600 kall og sódavatnið á 200, brjálaðar saumaklúbbskellingar að míga á sig úr hlátri og svo við, brjáluðu unglingarnir. En þett var æsispennandi þrátt fyrir allt og ég komst að því að mig langar svolítið til þess að verða leikari. Reyndar er þetta eitthvað sem ég kemst að í hvert einasta skipti sem ég fer í leikhús en ég fer ekki það oft þannig að þetta er svona eiginlega ný upplifun í hvert skipti.
Takk fyrir það.
föstudagur
Jájá, einmitt
Ég las bloggið hans Ragga nú bara rétt áðan og mér fannst einhvernveginn eins og ég hefði séð þetta áður, það sem hann var að segja frá sjáiði til. Jú, þannig var málum háttað að eftir að hafa lesið um hrakfarir hans og Halla fannst mér ég bara hafa verið að upplifa svona væmið atriði í væminni mynd með væmnu pari í svona væmnum veltislag í snjónum. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? Lesið og pælið. Ég efast ekki um að þeir þurfi að viðurkenna eitthvað fyrir okkur hinum... eða hvað?
Páskafríið
er byrjað hjá mér en það byrjar eigi vel. Þarf ég að byrja á því að spila á 11/2 - 2 tíma óleikum í kveld ásamt u.þ.b 20 öðrum gemlingum. Ætlum við að leiða saman strengi okkar og spila verk eftir til dæmis Mozart og Händel... hver kannast ekki við þá! Ég get svo svariða!
Sumarbúsataðferðin
er farin fjandans til. Ein okkar tók upp á því að skreppa til Portúgal um páskana og ákvað að vera ekkert að láta sjá sig aftur á landi ísa fyrr en seinnt og um síðir aðfararnótt laugardagins 26. apríl en þá ætluðum við einmitt að vera komnar upp í bústað og vera orðnar dulítið hressar. Nú hefur ferðinni verið frestað fram í 1. helgina í júní. Get ég með fullri vissu lofað ykkur því að henni verður frestað fram í júlí þangað til að komin er verslunarmannahelgi en þá er nú önnur áform plönuð get ég sagt ykkur. Eða eins og einn þekktur huxuður sagði oftar en ekki; ,,Dó!"
Með von um heilsusamlegt líferni
Músin
Ég las bloggið hans Ragga nú bara rétt áðan og mér fannst einhvernveginn eins og ég hefði séð þetta áður, það sem hann var að segja frá sjáiði til. Jú, þannig var málum háttað að eftir að hafa lesið um hrakfarir hans og Halla fannst mér ég bara hafa verið að upplifa svona væmið atriði í væminni mynd með væmnu pari í svona væmnum veltislag í snjónum. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? Lesið og pælið. Ég efast ekki um að þeir þurfi að viðurkenna eitthvað fyrir okkur hinum... eða hvað?
Páskafríið
er byrjað hjá mér en það byrjar eigi vel. Þarf ég að byrja á því að spila á 11/2 - 2 tíma óleikum í kveld ásamt u.þ.b 20 öðrum gemlingum. Ætlum við að leiða saman strengi okkar og spila verk eftir til dæmis Mozart og Händel... hver kannast ekki við þá! Ég get svo svariða!
Sumarbúsataðferðin
er farin fjandans til. Ein okkar tók upp á því að skreppa til Portúgal um páskana og ákvað að vera ekkert að láta sjá sig aftur á landi ísa fyrr en seinnt og um síðir aðfararnótt laugardagins 26. apríl en þá ætluðum við einmitt að vera komnar upp í bústað og vera orðnar dulítið hressar. Nú hefur ferðinni verið frestað fram í 1. helgina í júní. Get ég með fullri vissu lofað ykkur því að henni verður frestað fram í júlí þangað til að komin er verslunarmannahelgi en þá er nú önnur áform plönuð get ég sagt ykkur. Eða eins og einn þekktur huxuður sagði oftar en ekki; ,,Dó!"
Með von um heilsusamlegt líferni
Músin
fimmtudagur
Þar sem ég tel forsprakka blogger.com ekki kunna íslensku vil ég bölva þessu rugli í sand og ösku. Allt gott og blessað með það að geta miðlað huxunum sínum til almennigs, ef viljinn er til staðar, en þegar maður er búinn að skrifa heila hel... fok... ritgerð á þetta rugl og ýtir svo á einhvern bölvaðan takka og allt ruglast og fer ekki inn á síðuna er mér nóg boðið!
Ég er orðin rosalega þunglynd af því að vera að lesa þessa bölvuðu sögu um heimsstyrjöldina síðari. Hitler var vondur maður. Eins og það hafi ekki áður komið fram? Ég legg þá bara sérstaka áherslu á það núna, hann var vondur maður!
Ég er brjáluð!
Ég er orðin rosalega þunglynd af því að vera að lesa þessa bölvuðu sögu um heimsstyrjöldina síðari. Hitler var vondur maður. Eins og það hafi ekki áður komið fram? Ég legg þá bara sérstaka áherslu á það núna, hann var vondur maður!
Ég er brjáluð!
laugardagur
jæja... ég er þá semsagt komin heim og búin að sofa í sjö klukkutíma, lesa Brennunjáls-sögu í 1 klukkutíma og borða nammi í 16 tíma ca. Þetta er náttúrulega bara lauslega reiknað hjá mér og auðvitað borðaði ég hollustu líka!
ég er búin að komast að því að ég er allt of löt við að læra. Nú ætla ég að leggjast upp í sófa og glugga í Spænskubækurnar mínar því ég er að fara í smápróf í spænsku á mánudag og svo þarf ég líka að lesa Nóttin hefur 1000 augu því það er víst líka próf úr henni á mánudaginn. Hún er ekki góð. Hún heldur mér allavega ekki fastri við lesturinn ef ég á að vera hreinskilin.
Pæling dagsins:
Ég þoli ekki eigingjarnt fólk. Ég þoli ekki fólk sem heldur að það geti logið sig út úr öllu án þess að nokkur fatti það. Ég þoli ekki fólk sem heldur að það sé best og að allir dýrki það.
Þess má til gamans geta að ég kýldi eina mannsekju hressilega í magann áðan sem hefur öll ofangreind einkenni.
ég er búin að komast að því að ég er allt of löt við að læra. Nú ætla ég að leggjast upp í sófa og glugga í Spænskubækurnar mínar því ég er að fara í smápróf í spænsku á mánudag og svo þarf ég líka að lesa Nóttin hefur 1000 augu því það er víst líka próf úr henni á mánudaginn. Hún er ekki góð. Hún heldur mér allavega ekki fastri við lesturinn ef ég á að vera hreinskilin.
Pæling dagsins:
Ég þoli ekki eigingjarnt fólk. Ég þoli ekki fólk sem heldur að það geti logið sig út úr öllu án þess að nokkur fatti það. Ég þoli ekki fólk sem heldur að það sé best og að allir dýrki það.
Þess má til gamans geta að ég kýldi eina mannsekju hressilega í magann áðan sem hefur öll ofangreind einkenni.
föstudagur
jújú... mín bara búin með 15 mínútna lestur úr Njálu og var það bara vel skal ég segja ykkur (ótrúlegt hvað sumir smita orðaforða út frá sér).
Halli er kominn til Svíþjóðar að hitta Ragga og ætla þeir í sameiningu að sýna Svíum hvernig alvöru íslenskir víkingar drekka bjór og skemmta sér. Ég geri fastlega ráð fyrir því að flytja þufri aukabirgðir til Gautaborgar þar sem þeir eru einmitt staddir núna þar sem bjór er þeim báðum líkt og loft er okkur hinum.
Ég vil meina það að það sé ekki sniðugt að kaupa sér nammi uppi í Sambó verksmiðjunni sem framleiðir Þrista og kúlusúkk því að nammibirgðirnar sem ég er með hérna fyrir mig eina væru nægar til að fæða allan bandaríska herflotann í Írak. Og Írakana með.
Takk fyrir það.
Quotation of the day:
"... og ef við tökumst að lesa í 24 tíma..." (Þórhildur)
Þess má til gamans geta að á þessum tímapunkti stóðum við í dyragættinni hjá bláókunnugum manni og vorum að sníkja peninga útá það hvað við erum ógeðslega KLÁR!)
Halli er kominn til Svíþjóðar að hitta Ragga og ætla þeir í sameiningu að sýna Svíum hvernig alvöru íslenskir víkingar drekka bjór og skemmta sér. Ég geri fastlega ráð fyrir því að flytja þufri aukabirgðir til Gautaborgar þar sem þeir eru einmitt staddir núna þar sem bjór er þeim báðum líkt og loft er okkur hinum.
Ég vil meina það að það sé ekki sniðugt að kaupa sér nammi uppi í Sambó verksmiðjunni sem framleiðir Þrista og kúlusúkk því að nammibirgðirnar sem ég er með hérna fyrir mig eina væru nægar til að fæða allan bandaríska herflotann í Írak. Og Írakana með.
Takk fyrir það.
Quotation of the day:
"... og ef við tökumst að lesa í 24 tíma..." (Þórhildur)
Þess má til gamans geta að á þessum tímapunkti stóðum við í dyragættinni hjá bláókunnugum manni og vorum að sníkja peninga útá það hvað við erum ógeðslega KLÁR!)