föstudagur

jújú... mín bara búin með 15 mínútna lestur úr Njálu og var það bara vel skal ég segja ykkur (ótrúlegt hvað sumir smita orðaforða út frá sér).

Halli er kominn til Svíþjóðar að hitta Ragga og ætla þeir í sameiningu að sýna Svíum hvernig alvöru íslenskir víkingar drekka bjór og skemmta sér. Ég geri fastlega ráð fyrir því að flytja þufri aukabirgðir til Gautaborgar þar sem þeir eru einmitt staddir núna þar sem bjór er þeim báðum líkt og loft er okkur hinum.

Ég vil meina það að það sé ekki sniðugt að kaupa sér nammi uppi í Sambó verksmiðjunni sem framleiðir Þrista og kúlusúkk því að nammibirgðirnar sem ég er með hérna fyrir mig eina væru nægar til að fæða allan bandaríska herflotann í Írak. Og Írakana með.

Takk fyrir það.

Quotation of the day:
"... og ef við tökumst að lesa í 24 tíma..." (Þórhildur)
Þess má til gamans geta að á þessum tímapunkti stóðum við í dyragættinni hjá bláókunnugum manni og vorum að sníkja peninga útá það hvað við erum ógeðslega KLÁR!)

Engin ummæli: