laugardagur

jæja... ég er þá semsagt komin heim og búin að sofa í sjö klukkutíma, lesa Brennunjáls-sögu í 1 klukkutíma og borða nammi í 16 tíma ca. Þetta er náttúrulega bara lauslega reiknað hjá mér og auðvitað borðaði ég hollustu líka!

ég er búin að komast að því að ég er allt of löt við að læra. Nú ætla ég að leggjast upp í sófa og glugga í Spænskubækurnar mínar því ég er að fara í smápróf í spænsku á mánudag og svo þarf ég líka að lesa Nóttin hefur 1000 augu því það er víst líka próf úr henni á mánudaginn. Hún er ekki góð. Hún heldur mér allavega ekki fastri við lesturinn ef ég á að vera hreinskilin.

Pæling dagsins:
Ég þoli ekki eigingjarnt fólk. Ég þoli ekki fólk sem heldur að það geti logið sig út úr öllu án þess að nokkur fatti það. Ég þoli ekki fólk sem heldur að það sé best og að allir dýrki það.
Þess má til gamans geta að ég kýldi eina mannsekju hressilega í magann áðan sem hefur öll ofangreind einkenni.

Engin ummæli: