Búhúúúúú...
Ég vil ekki vera í skólanum!
Sumardagurinn fyrsti er á morgun og þá er frí. Gefum því eitt gott klapp. Mér leiðist og ég hef óhemju mikla þörf fyrir að tjá mig. Ætti ég að gera svona tilraun og standa uppi á borði í tölvustofunni og öskra þessa klassísku setningu, "I´m the king of the woooooorld!" Það myndi samt örugglega ekki falla í góðan farveg hjá henni Önnu Jeeves enskukennaranum mínum. Henni er eitthvað illa við mig. Ég veit ekki enn hvað það er sem ég hef gert henni, en eitthvað er það, því ef allir eru að tala þá öskrar hún yfir bekkinn "Elín!" og þaggar niðrí mér, svo heldur hún áfram með kennsluna þó að allir aðrir séu að tala. Mjög skrítið, einkar furðulegt. En núna erum við í tölvutíma í ensku og höfum fengið leyfi til að tala og ég er engan veginn að nýta mér það, ég sit bara og tala við sjálfa mig með því að skrifa á bloggsíðu. Einkar furðulegt.
Ég er stórhneyksluð! Maður hverfur frá skóla yfir páksa, í eina og hálfa viku, og þegar maður kemur til baka eru allir strákarnir sem áður voru með sítt hár búnir að raka það af! Hvað það er sem fær fólk til að gera slíka firru er mér óskiljanlegt. Algjörlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli