föstudagur

Jájá, einmitt

Ég las bloggið hans Ragga nú bara rétt áðan og mér fannst einhvernveginn eins og ég hefði séð þetta áður, það sem hann var að segja frá sjáiði til. Jú, þannig var málum háttað að eftir að hafa lesið um hrakfarir hans og Halla fannst mér ég bara hafa verið að upplifa svona væmið atriði í væminni mynd með væmnu pari í svona væmnum veltislag í snjónum. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? Lesið og pælið. Ég efast ekki um að þeir þurfi að viðurkenna eitthvað fyrir okkur hinum... eða hvað?

Páskafríið

er byrjað hjá mér en það byrjar eigi vel. Þarf ég að byrja á því að spila á 11/2 - 2 tíma óleikum í kveld ásamt u.þ.b 20 öðrum gemlingum. Ætlum við að leiða saman strengi okkar og spila verk eftir til dæmis Mozart og Händel... hver kannast ekki við þá! Ég get svo svariða!

Sumarbúsataðferðin

er farin fjandans til. Ein okkar tók upp á því að skreppa til Portúgal um páskana og ákvað að vera ekkert að láta sjá sig aftur á landi ísa fyrr en seinnt og um síðir aðfararnótt laugardagins 26. apríl en þá ætluðum við einmitt að vera komnar upp í bústað og vera orðnar dulítið hressar. Nú hefur ferðinni verið frestað fram í 1. helgina í júní. Get ég með fullri vissu lofað ykkur því að henni verður frestað fram í júlí þangað til að komin er verslunarmannahelgi en þá er nú önnur áform plönuð get ég sagt ykkur. Eða eins og einn þekktur huxuður sagði oftar en ekki; ,,Dó!"

Með von um heilsusamlegt líferni
Músin

Engin ummæli: