miðvikudagur

Flensa

Ég er búin að liggja í flensu frá því í fyrradag. Það er æðislegt að byrja páskafríið svona! Í gær setti ég met í svefni. Ég sofnaði klukkan 9 á mánudagskveldinu og vaknaði klukkan hálfníu í gær. Þá horfði ég á hina klassísku tölvuteiknimynd Shrek og fór svo að sofa aftur. Nokkrir aðilar vroru ákveðnir í því að vekja mig með símhringingum en með þó nokkrum hléum tókst mér að sofa til klukkan hálf fimm í gær. Og ég sofnaði aftur fyrir klukkan 10 í gærkveldi.

Píka hvað?

Já, ég fór á píkusögur á sunnudagskveldið (rétt áður en ég varð veik). Það var nú meiri stemmningin! Glös brotin í miðju leikriti, bjórinn seldur á 600 kall og sódavatnið á 200, brjálaðar saumaklúbbskellingar að míga á sig úr hlátri og svo við, brjáluðu unglingarnir. En þett var æsispennandi þrátt fyrir allt og ég komst að því að mig langar svolítið til þess að verða leikari. Reyndar er þetta eitthvað sem ég kemst að í hvert einasta skipti sem ég fer í leikhús en ég fer ekki það oft þannig að þetta er svona eiginlega ný upplifun í hvert skipti.

Takk fyrir það.

Engin ummæli: