Hitanum hefur verið skipt út fyrir kvef. Ég vildi heldur vera með hita. Þá hefur maður að minnsta kosti löglega afsökun fyrir því að liggja uppi í rúmi og gera alveg ekki nokkurn skapaðan hlut.
Langt...
En samt ekki. Jú, það er föstudagurinn langi. Mér leiðist og mamma er hrædd við að hreyfa sig því hún á von á því að tengdamóðir hennar mæti upp og skammist. Ég veit ekki um neinn sem tekur föstudaginn langa eins hátíðlega og hún amma mín blessunin.
Mínir ökuhæfileikar, já...
Í gær afrekaði ég það að keyra úr garðabænum og upp á höfða. Á leiðinni tókst mér að panikka allhressilega þegar löggimann byrjaði að aka á eftir mér. Ég veit ekki af hverju. Ég var á tótalí löglegum hraða, með öll ljós kveikt, gaf stefnuljós í allar áttir eins og allir bavíanar gera um leið og þeir sjá löggun og stoppaði 5 metrum fyrir aftan stöðvunarlínu. Nokkuð gott. Svo komst ég að því að þetta var svo ekkert samsæri gegn mér, löggan var alls ekki á eftir mér, heldur beygði bara í burtu frá mér. Mér varð svo mikið um að ég drap á bílnum þegar það kom grænt og gat ekki sett hann í gang aftur fyrr en rauða var komið aftur, þannig að ég beið á ljósunum alveg hel**** lengi. Mamma tók við á besínstöðinni uppi á höfða. Ég held að hún hafi ekki alveg treyst mér að keyra upp í Borgarfjörð. Ég varð samt ægilega fúl yfir því að mega ekki keyra í gegnum þjóðarstolt okkar íslendinga, Hvalfjarðargöngin, en það lagaðist allt þar sem ég fékk að taka við í Borgarnesi. Þar gaf ég fyrsta fokkmerkið mitt úti í umferðinni (það var á bakvið mælaborðið og enginn annar en ég sá það en það er hugurinn sem gildir) og einhver hálfviti á hvítum jeppa skildi mig eftir í reykskýi. Ég hata svona plebbafólk.
Íslenskt slangur hjá huguðum
Um daginn var ég að lesa smásögu á huga. Svo villtist ég inn á heimasíðu hjá einhverri 15 ára stelpu og hún skrifaði bara bókstaflega ekkert rétt! Mér finnst það rosalega skrítið, þó svo að fólk sé bara að skrifa fyrir sjálft sig, að það skrifi bara nákvæmlega eins og orðin eru sögð. Ég hef prófað það og mér finnst það bara mikið erfiðara, svo ekki sé minnst á það hvernig er að lesa þetta hrognamál! Ég persónulega gef skít í það þegar ég er til dæmis að skrifa á msn eða senda sms þegar ég skrifa til dæmis óvart q í staðin fyrir p eða eitthvað álíka, fólk hlýtur að skilja það. En ekki á heimasíðunni minni. Mér er ekki sama hvernig ég kem út á heimasíðunni minni.
Þetta er örugglega mest allt svolítið svona mótsagnakennt og örugglega einhverjar stafsetningavillur í þessum texta en ég læt mér það þá bara að kenningu verða.
Gleðilega páska!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli