föstudagur

Dimitering, Dimisjón, Dimendur


Í dag var dimitering í skólanum. Mér finnst það alltaf jafn gaman og líka alltaf jafn leiðinlegt (ókey, þetta var í annað skiptið sem ég verð vitni að slíku en samt). Ég veit að ég á eftir að sakna þeirra allra. Skólinn verður ekki samur án þeirra. Reyndar þekki ég næstum engan persónulega, en ég hef djammað með slatta af þessu liði (sko, með þeim, hangið með þeim), og það er meira en margir geta sagt. Nú kemur nýr forseti þannig að viðurnefnið sem Elli forseti hefur haft á sér í þó nokkurn tíma verður ekki hans lengur. Hvernig hljómar... Ella forseti? Væri það ekki bara soldið kúl? En engar áhyggjur, ég er langt frá því að fara að bjóða mig fram í eitthvert forsetaembætti. En Ég íhugaði það að bjóða mig fram í einhverja nefnd. En þar sem ég hef ekki staðið mig sem skyldi í skólanum þessa önnina þá datt mér svona í hug að ég ætti kannski að nýta tímann í eitthvað annað en að skipuleggja skemmtun fyrir aðra. Eða hvað svo sem það yrði.

Munnlegt próf...
fór ekki sem skyldi í dag. Ég féll kylliflöt, með einkunnina 5,75. Ég væri nú ekki að flagga þessari einkunn hérna ef ég hefði ekki góða og gilda ástæðu fyrir henni. Það er kannski hægt að deila um það hvort að það sé hægt að taka hana gilda en mér finnst það. Hún er sú að ég þrátt fyrir mikinn lærdóm, mikla streitu og mikinn spænskan upplestur undanfarna daga (og þá sérstaklega í páskafríinu) gekk mér hræðilega um leið og ég kom inn. Ég bara fraus og allt fór í einn hrærigraut í hausnum. Ég sver að ég var farin að sjá fyrir mér stafasúpu! Ég held að það sé hann Chinotti sem gerir mig svona taugaóstyrka. Hann gerir það nefnilega. Hann gerir mig svo taugaóstyrka að það nær engri átt. Hann spurði mig út í sögn sem ég las svona u.þ.b. 2 mínútum áður en ég fór inn í stofuna. Ég lærði hana líka fyrstu vikuna í skólanum úti á spáni og ég kann hana mjög vel. Ég get þulið hana upp núna með léttum leik. En í dag, ónei! Ég mundi ekki einu sinni hvað bölvaða sögnin þýddi á íslensku! Þetta er ekki hægt og ég má teljast heppin ef ég næ þessum áfanga. Ég vona að ég geri það því ef ég verð svo heppin að ná, þá fer ég til Spánar líkleg á afmælisdeginum mínum. Súperb! Fyrir utan það að ég á að fá bílpróf þann dag, en ég hlýt að geta lifað af eina viku. Fæ það svo bara um leið og ég kem heim aftur!

Takk fyrir.

Engin ummæli: