laugardagur

Er hægt að eyða laugardagskveldi betur en í það að vinna fyrirlestur um nauðganir? Það held ég. Sérstaklega þar sem fyrstu áform um eyðslu þessa kvölds voru björdrykkja og læti. En það varð lítið úr því og verð ég því að bíða þolinmóð til næsta miðvikudags, þar sem liðið ætlar að draga mig á Skítamóralsball. Engan veginn líst mér nú á það, en ölið verður til staðar og er það vel. O vher veit nema maður finni sér einhvern gæja? Neih, segi nú bara svona... sénsinn.

Gítar, spítar

Hér hefur veirð spilað á kassa þann er gítar er nefndur látlaust í nokkra daga. Nú er svo komið að ég er alvarlega að spá í að fara í hálft gítarnám með fiðlunáminu. Svo var ég að ræða við ágætan kunningja um daginn og hann sagði mér að það væru allir að eignast gítara! Vinkona viðkomandi og vinur fengu gítar í fermingargjöf og hann hafði heyrt um fleiri! Mér finnst það fúlt. Ég vil ekkert að allir kunni að spila á gítar! Þá er ekkert gaman. Það væri svona eins og ef allir kynnu að spila á fiðlu. Þá væri heimurinn nú skrítinn. En það er gaman að spila og syngja saman og hérna rétt í þessu var ég að glamra mig í gegnum Space Oddity með David Bowie í aðalhlutverki. Gott lag, sérstaklega þegar maður er í góðra vina hópi að djamma.

Nú nálgast prófin óðfluga og þú, lesandi góður, ættir að njóta þess að lesa allt sem ég skrifa í þessari viku því í þeirri næstu mun ég eigi blogga. Ég veit, þetta er hræðilegt, en leitið stuðnings til ættingja og vina ef þetta verður orðið of erfitt fyrir ykkur. Ég mæli sérstaklega með því svona í vikulok. En sjá, ég mun aftur hverfa þann 9. maí, þannig að þetta eru nú ekki nema nokkrir dagar.

Með von um góðan skilning,
Músin

Engin ummæli: