föstudagur

Naunau!

Komið nýtt útlit á blogger síðuna! Skemmtileg tilbreyting í annars tilbreytingarsnautt líf mitt.

Búin að redda'essu

Ég er búin að redda miðakaupara fyrir tónleikana. Það mun vera hinn yndislegi Halli sem ætlar að fórna sér í þetta mikilvæga hlutverk. Fögnum honum. Þá á bara eftir að finna einhvern til að koma með mér á tónleikana... úps!

Hróaskelda 2004

Dagana 1. til 4. júlí 2004 verð ég vant við látin. Mun ég verða stödd í ríki danaveldis að hlýða á rokk og annað skemmtilegt sem verður varpað út á Skeldu Hróa. (hey, ég er þó allavega búin að finna mér ferðafélaga fyrir það!)

Annað hef ég ekki að segja nema að ég uppgötvaði það mér til mikillar skelfingar að ég þarf að fara í sund fram á miðvikudag! Er manni aldrei hlýft??? Ég þarf minn tólf tíma svefn og ég þarf hann núna!!!

miðvikudagur

Foo Fighters á Íslandi! Jibbíkóla!

Í morgun vaknaði ég eins migluð og þreytt og hægt er að gerast á miðvikudagsmorgni eftir sex tíma svefn. Ég var alveg tilbúin að upplifa þennan dag bara innan veggja herbergis míns og þá helst undir sænginni minni. En ég drullaðist fram úr. Skapið var ekki lengi að breytast í himnasælu þegar ég leit á moggann. Það er staðfest að Foo Fighters eru að koma til Íslands. Mikil gleði og mikil hamingja. Ég held að þetta sé smá svona sárabætur sendar frá guði rokksins vegna þess að ég kemst ekki á Hróaskeldu þetta árið. Eina vesenið er það að ég verð ekki á landinu þegar miðasalan byrjar og ef ég ætla að kaupa hann þegar ég kem heim get ég alveg eins gleymt þessu. Þannig að núna lýsi ég eftir sjálfboðaliða sem er tilbúinn að leggja það á sig að fara líklegast í biðröð og kaupa handa mér eitt stykki miða á þennan stórmerka viðburð í íslensku tónlistarlífi. Sá hinn sami mun fá eitthvað sætt frá mér... t.d. koss á kinnina, þrjá bjóra eða eitthvað álíka. Tilbúin að íhuga tilboð.

Takk fyrir það.

P.s. Sundlaugarkonan ógurlega með grænu blúndurnar á hausnum var svo móðguð á mér í gær að hún hefur ákveðið að vera komin upp úr lauginni þegar ég mætti á svæðið. Hún var í óða önn að þurka sinn rúsínulíkama þegar ég mætti fersk í sund.

þriðjudagur

Brjálaðar konur með bróstsykur í hárinu!

Ég fór í sund í morgun. Ég fór líka í sund í gær. Ég hef líka farið nokkrum sinnum í sund áður á morgnana og það eina sem ég sé eru gamlir kallar og, ja, kellingar sem halda að þau domineiti sundlauginni! Svo fór ég að synda í mínum rólegheitum bara voða djollí eitthvað. Þá urðu mér á mistök. Sjitt hvað ég var nálægt því að vera drepin, og það af gamalli kellingu með græna blúndusundhettu og í rósóttum sundbol. Hún sendi mér svo hrikalega stingandi augnaráð, þegar ég, sem var djúpt sokkin í það að synda, synti í veg fyrir hana. Ég var samt í meters fjarlægð en þetta var of gróft. Þessi einstaka kona heldur í alvöru að hún eigi sundlaugina og enginn annar. Hvað meinar fólk með þessu??? Ég ætla samt að halda áfram að mæta í sund og láta unga lýðinn taka yfirhöndina í þessu annars rotnandi sund-samfélagi. Annars er ég bara komin með lit og sundbolafar og læti. Bara orðin rjóð í kinnum og hele klabben! Sumarið er góður tími.

Það sýður allt upp úr núna!

Já... Það er Hróaskelda enn og aftur. Mig langar. En ég fer ekki. Ekki núna. En ég vil samt láta ykkur vita að ég verð fyrsta manneskja til að kaupa mér miða á næstu Hróaskeldu hátíð. Ekki spurning!

Takk fyrir.

laugardagur

Kvennahlaupið

Í dag er sá dagur sem brjálaðar konur koma saman og hlaupa/labba/skauta einhverja vegalengd hérna í Garðabænum. Ég veit að það er ljótt að segja þetta en mér fannst eins og hvert sem ég liti væri risa rassar og lafandi brjóst svo langt sem augað eygði. Ætli þetta sé dagurinn sem feitar konur ákveða að hreyfa sig svona í þetta eina skipti, alveg ótrúlega duglegar, ganga þarna einhverja tvo kílómetra og er ótrúlega ánægðar með árangurinn, fara svo heim í kaffi þar sem boðið er upp á kaffi og kökur með því. Nei, ég segi svona. Ég er ekki svona vond í mér en þetta er samt alveg ótrúlegt.

fimmtudagur

NAU!

Haldiði að mín hafi ekki bara verið númer 2000 (!!!!) á heimasíðunni hans Ragga hérna rétt í þessu! Ég vil samt óska honum til hamingju fyrir að hafa náð þessum svaka fjölda inn á síðuna! Til hamingju Raggi.

Súkkulaðikaka dauðans

Í gær bakaði ég súkkulaðiköku dauðans. Hún var stóóóór. Og það var miiiiiikið krem á henni og allir voru hæstánægðir. Líka afmælisbarnið. Þeim sem langar í köku er vinsamlegast bent á að heimsækja mig í dag því það kláraðist ekki einu sinni helmingurinn af þessari annars ágætu köku og voru þó átta manns sem brögðuðu á henni í gær. Hún er feit, fitandi og góð. Það var samt eitthvað dularfullt hvað hún var stór, því ég fór alveg eftir uppskriftinni og mamma hefur gert þessa uppskrift áður en samt flæddi hún upp úr venjulegu hræriskálinni (og þá var ekki nema helmingurinn af hráefnunum kominn í!)

Meira hef ég ekki til að deila með ykkur. Jú reyndar. Ég er að fara til Krít 14 júlí. Múhahaha! Á flottasta hótelið á eynni og það þarf bara að labba niður einn stiga til að komast á ströndina. Múhahahahahaaaaaaaa!

Takk fyrir það.

miðvikudagur

Halli á afmæli. Óska honum innilega til hamingju. Meira hef ég ekki að segja.

mánudagur

Bömmer dauðans!

Ég hef komist að því að ég get ekki orðið nunna (sjá gestabók). Ekki miklar líkur á því að ég hefði tollað þar hvort eð er.

Hróaskelda

Jeg viiiiiiillll! En ég fer ekki. Við erum að tala um það að ég er að missa af ööööölllu! Djö... (ég blóta líka of mikið til að verða nunna). Metallica, Coldplay, Queens of the stonage, SigurRós, Iron Maiden, the Cardigans, Björk, Ske o.fl. Hvar var guð þegar ég fæddist???

17. júní er á morgun fyrir þá sem ekki hafa gert sér grein fyrir því.

Takk fyrir það.

föstudagur

Jöminn og jaminn!

Það stefnir allt í það að haldið verði til eyja um verzlunarmannahelgina... Úlala!!!! Og það verða leynilegir gestir með í för... En þeir verða ekki leynilegir öllu lengur því ég ætla að ljóstra upp leyndarmálinu... Það verða Norsarar!!! Já, norsararnir sakna okkar svo helví... mikið að þeir ætla að leggja land undir fót annað sinn og heimsækja okkur og læra fyrir fullt og allt hvernig Íslendingar djamma. Það verður brjálað! Og ef allt gengur eftir förum við svo aftur til þeirra um páskana 2004. Þvílíkt og annað eins. Maður ætti kannski bara að fara í einhvern góðan háskóla í Noregi og bara stofna til góðra kynna við þetta lið. Bara ævivinir. Eina vandamálið er að þeir fara í herinn næsta sumar. Pælið í því! Þeir eru skyldaðir til að fara í herinn! Kreisí Pípúl. Og svo ætlar einn þeirra að verða herflugmaður. Tsssss... Gefum nú bara skít í það.

Það tilkynnist hér með að ég ætla að gerast nunna. Strákar eru óþarfa hlutir og ég nenni ekki að standa í þessu rugli. Væri ekki heimurinn yndislegur ef maður væri bara lessa??? En ég hef nú ekki hlotið það hlutskipti í lífinu, þannig að ég verð bara að sætta mig við nunnuhlutverkið. Það kom líka einu sinni fram á áhugasviðsprófi sem ég tók í 10. bekk að ég væri líklegust til þess að verða nunna eða munkur. Af augljósum ástæðum verð ég líklegast ekki munkur, en nunna skal ég verða!

fimmtudagur

Vá! Ég hef komist að því að það er fullt af fólki sem á sér minna líf en ég. Nú sat ég hér í mestu makindum að skoða bloggsíður annarra og þá lendi ég einn á einni vel gerðri. Ég tók mér smá tíma í að skoða svæðið í góðum fílíng og rakst ég þá á það að maðurinn er búinn að skrifa alla Hitchikers guide to the galaxy bókina inn á bloggið. Pælið í því! Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei látið mér detta í hug!

miðvikudagur

Ujjj! Bara komin yfir 700... fer að nálgast þúsundið. Hvað þýðir annars þúsöld?

Ég lofa að fara ekki að fylla síðuna af einhverju svona rugli, en þið verðið að viðurkenna að þetta hérna er nú bara skemmtilegt. En ég er ennþá á móti þessu femínistarugli!
Loving
You're the loving smile,the one that is entirely
devoted to others,especially that one
person.You really can't get them out of your
head,but then,you don't really want to.


What Kind of Smile are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur

Hvur andskotinn???


You are the typical feminist, depressed, artist.
You go against the crowd and do everything you
can to be different. Too bad noone notices.
Try communicating with people, not just looking
down on them.


What kind of typical high school character from a movie are you?
brought to you by Quizilla

Í fyrsta lagi er ég ekki femínisti. Eða djöfull vona ég ekki. Ég geri kannski ekki allt til að vera öðruvísi en mér finnst það gaman og ég á fullt af samskiptum við fólk! Ég á fullt af vinum. Ég er ekki sátt við þetta!
Það er sorglegt hvað ég er fædd á vitlausu tónlistartímabili!

mánudagur

Svefn mikill og góður

Í nótt svaf ég í svona sirka 15 tíma. Mig dreymdi ekkert ljótt sem verður að teljast nokkuð gott þar sem ég sá tvö Keflvísk typpi með mínútu millibili í fyrradag og þess vegna vís með að fá slæma martröð. En ég sofnaði og svaf betur en ég hef gert í marga daga, ef ekki vikur. Líklega væri ég ennþá sofandi ef ég hefði ekki verið vakin. Einhver lógík í þessu.

Það þarf að verða hægt að hringja í...

...lyklana, veskin, peningana, og allt þetta smáa sem maður tekur með sér í útilegur og á djammið. Maður týnir því alltaf. Ég veit ekki hversu oft um helgina var hringt í einhvern síma bara því eigandinn nennti ekki að velta nokkrum púðum og svefnpokum til að finna hann. Og ég veit ekki hversu oft var kvartað undan því að ekki væri hægt að hringja í lyklana og veskin.

Það jaðrar við...

fullnægingu að hlusta á Kurt Cobain syngja My girl á Unplugged disknum. Ég mundi allt í einu eftir því um daginn að ég ætti þennan disk og setti hann í tækið og ég var sko með gæsahúð uppúr og niðrúr allan tímann.

Takk fyrir það.

sunnudagur

Kornið sem fyllti mælinn!

Ég var að koma úr útilegu þar sem haldið var að Laugavatni. Eins og flestir sem hafa eitthvað tekið þátt í körfubolta vita að á milli liða suðurnesjanna og annarra liða, þá sérstaklega Breiðabliks og Njarðvíkur og Keflavíkur. Ég persónulega hef ekki góða reynslu af þessu fólki (bara eina góða) og í gær sannaði þetta fólk algjörlega fyrir mér að það er ömurlegt! Á Laugavatni var allt fullt af Keflvíkingum sem pissuðu á mann, rúnkuðu sér og puttuðu sig í rassgatið fyrir framan alla og settu kjöt á hausinn á sér! Ég meina, hvað er vandamálið??? Sorglegt.

föstudagur

Hvað ég verð þegar ég verð stór...

Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór (vonum samt að ég verði ekki mikið stærri en ég er núna!). Ég held ég ætli að verða leikari. Ég var að koma af leiksýningunni Rómeó & Júlíu (í annað skiptið btw) og ég verð að viðurkenna að þetta heillar mig allt voða mikið. Ég fór svo á bakvið eftir á (þar sem Rómeó eða Gísli er frændi minn) og þá varð ég nú bara veik! Ég er nokkurn vegin ákveðin. Samt ekki alveg. En við sjáum til. Ég hef samt spáð í þetta og ég veit alveg að sama hvað ég verð í framtíðinni, þá verð ég eitthvað sem tengist listum. Hvaða listum sem er. Ég gæti til dæmis hugsað mér að verða; rithöfundur, leikari, listamaður/listmálari (þ.e.a.s. ef ég kynni að teikna beina línu), fiðluleikari, bara whatever sem tengist þessu. En spurningin er eignlega bara hvað... hmmm...

Það er búið að banna mér aðgang að ákveðnu húsi hér í bæ þar sem geisladiskar eiga það til að týnast hjá mér. Mér er svo sem alveg sama með þetta bann þar sem ég hef aldrei og mun líklega aldrei stíga fæti inn í það, en er það ekki full gróft að bara banna mér að koma þar inn? Ég læt ekki diskana hverfa. Mér þykir óskaplega vænt um þá geisladiska sem ég á og reyni eins og ég get að passa þá, en ég er bara svo annars hugar alltaf sjáið til. Ég er samt ekki enn búin að finna Saybia diskinn. Ég er eiginlega búin að komast að því að einhver hefur tekið hann. Ég bý ekki í það stóru húsi að geisladiskur geti bara horfið hérna.

Annars bið ég ykkur vel að lifa. Takk takk.

fimmtudagur

Henni er lokið... loksins!

Ég var að klára bókina og ég er orðlaus. Ég skil ekki að nokkur maður geti gengið í gegnum ævi eins og Kurt gerði. Enda drap hann sig á endanum, en samt. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé allt sannleikur sem er sagt frá, því sumt er svo ótrúlegt að það nær engri átt. En það er nú oft sagt að sannleikurinn sé ótrúlegri en skáldskapurinn. Þess vegna setja nú rithöfundar oft atvik sem hafa í alvöru átt sér stað í sögur sínar, breyta bara stað, stund og nöfnum. Það er mjög sniðugt.
Ég fór áðan og ætlaði að fá bókina Býr Íslendingur hér? að láni á bókasafninu og hringdi meira að segja á undan mér til þess að vera viss um að hún væri til. Þegar ég mætti á svæðið var hún víst ekki til nema sem hljóðbók. Ég hef aldrei prufað að hlusta á hljóðbók, en ég ákvað bara að prufa þetta. Vonum bara að það sé ekki einhver leiðinleg manneskja að lesa.

Ég mun flýja amstur stórborgarinnar um helgina og leggja land undir fót í fyrstu útilegu sumarsins. Ég hlakka ólýsanlega mikið til, enda eitt það skemmtilegasta sem ég geri að sofa í tjaldi og þurfa að sækja vatn á hverjum morgni! Æði!

Bið ég ykkur vel að lifa þangað til næst.

þriðjudagur

Longing for Spain...

Já. Ég var rétt í þessu að ljúka msn samtali við góðan vin minn frá Spáni. Hef ekki talað við hann í marga mánuði (vegna bilunar í tölvunni hans) og ég var að komast að því að ég sakna hans, og allra sem voru með mér úti, alveg rosalega mikið! Þetta var æðislegur tími sem varla er hægt að lýsa með orðum. Ef ég gæti fengið að upplifa einn mánuð í lífi mínu aftur, þá yrði það deffinetí þessi mánuður sem ég var úti. Vá, hvað mig langar aftur út!

Saybia diskurinn minn er ennþá ófundinn. Ég er í hjartasárum. Og fyrst umræðan er um týnda diska þá er In Utero diskurinn minn líka horfinn og Nirvana safndiskurinn minn. Þetta er óþolandi! Það er huldukona í húsinu mínu sem tekur hluti (og þá sérstaklega lykla og geisladiska) mjög reglulega frá mér og felur þá. Ég vil mótmæla þessu.

Hún á AMMLI!

Hún Katrín frænka mín á afmæli í dag! Hún er orðin 18 ára gömul... algjör elliær (miðað við mig) og vil ég óska henni innilega til hamingju með daginn. Ég eyddi reyndar mest öllum deginum með henni! Við byrjuðum á því að fara í Kringluna og vandra þar um í nokkra tíma og eyða peningum. Svo var farið heim, skipt um föt og hresst upp á útlitið og farið út að borða með henni, kærastanum og vinkonu. Við fórum á Ruby Tuesday og vil ég hrósa matseldinni. Þarna fæ ég næstbestu svínarif í heimi! Þau bestu eru á Tony Roma´s. Kannski maður fari bara út í veitingahúsarekstur og opni einn þannig hérna á Íslandi. Þá yrðu allir ánægðir.

Takk fyrir það

mánudagur

Ég hef verið bölvuð með versta erfðagalla í geimi. Feimni. Ég er svo feimin að það háir mér. En samt hef ég hitt feimnara fólk en mig, en ég er samt of feimin. Og það pirrar mig. Ég vil geta tekið málin í mínar hendur, en ég get það bara ekki. Sorglegt.

Alexandertækni

Áðan var ég 'sjálfboðaliði' á námskeiði í Alexandertækni í tónlistarskólanum. Tæknin kennir manni sem sagt það að beyta manni rétt þegar maður spilar á hljóðfæri. Ég var svo heppin að finna það sem líklega veldur vöðvabólgunni minni. Æðislegt! Þetta var samt heldur skrtítið, kallin (sem var svartur frá toppi til táar, meira segja með svart litað hár) stóð fyrir aftan mig á meðan ég spilaði og snerti mig hátt og lágt. Samt ekkert perralega. Þetta var eiginlega svolítið fyndið. En hann gerði kraftaverk! Vakti athygli mína á því að ég þarf að standa gleiðari og að ég ætti að halla mér afturábak ekki áfram.

Ég leita enn lækninga við feimninni (svarti kallinn átti ekki ráð við henni) og ég lýsi eftir sjálfboðaliða.

Tapað/fundið

Ég lýsi líka eftir einhverjum sem getur gefið mér upplýsingar um ferðir Saybia disksins míns. Hann er gulur og það stendur Saybia framan á honum og hann er ekki í hulstri. Síðast sást til hans á fimmtudaginn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlegast snúið ykkur að gestabókinni minni eða hringið bara í mig!

Takk, takk