Foo Fighters á Íslandi! Jibbíkóla!
Í morgun vaknaði ég eins migluð og þreytt og hægt er að gerast á miðvikudagsmorgni eftir sex tíma svefn. Ég var alveg tilbúin að upplifa þennan dag bara innan veggja herbergis míns og þá helst undir sænginni minni. En ég drullaðist fram úr. Skapið var ekki lengi að breytast í himnasælu þegar ég leit á moggann. Það er staðfest að Foo Fighters eru að koma til Íslands. Mikil gleði og mikil hamingja. Ég held að þetta sé smá svona sárabætur sendar frá guði rokksins vegna þess að ég kemst ekki á Hróaskeldu þetta árið. Eina vesenið er það að ég verð ekki á landinu þegar miðasalan byrjar og ef ég ætla að kaupa hann þegar ég kem heim get ég alveg eins gleymt þessu. Þannig að núna lýsi ég eftir sjálfboðaliða sem er tilbúinn að leggja það á sig að fara líklegast í biðröð og kaupa handa mér eitt stykki miða á þennan stórmerka viðburð í íslensku tónlistarlífi. Sá hinn sami mun fá eitthvað sætt frá mér... t.d. koss á kinnina, þrjá bjóra eða eitthvað álíka. Tilbúin að íhuga tilboð.
Takk fyrir það.
P.s. Sundlaugarkonan ógurlega með grænu blúndurnar á hausnum var svo móðguð á mér í gær að hún hefur ákveðið að vera komin upp úr lauginni þegar ég mætti á svæðið. Hún var í óða önn að þurka sinn rúsínulíkama þegar ég mætti fersk í sund.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli