fimmtudagur

NAU!

Haldiði að mín hafi ekki bara verið númer 2000 (!!!!) á heimasíðunni hans Ragga hérna rétt í þessu! Ég vil samt óska honum til hamingju fyrir að hafa náð þessum svaka fjölda inn á síðuna! Til hamingju Raggi.

Súkkulaðikaka dauðans

Í gær bakaði ég súkkulaðiköku dauðans. Hún var stóóóór. Og það var miiiiiikið krem á henni og allir voru hæstánægðir. Líka afmælisbarnið. Þeim sem langar í köku er vinsamlegast bent á að heimsækja mig í dag því það kláraðist ekki einu sinni helmingurinn af þessari annars ágætu köku og voru þó átta manns sem brögðuðu á henni í gær. Hún er feit, fitandi og góð. Það var samt eitthvað dularfullt hvað hún var stór, því ég fór alveg eftir uppskriftinni og mamma hefur gert þessa uppskrift áður en samt flæddi hún upp úr venjulegu hræriskálinni (og þá var ekki nema helmingurinn af hráefnunum kominn í!)

Meira hef ég ekki til að deila með ykkur. Jú reyndar. Ég er að fara til Krít 14 júlí. Múhahaha! Á flottasta hótelið á eynni og það þarf bara að labba niður einn stiga til að komast á ströndina. Múhahahahahaaaaaaaa!

Takk fyrir það.

Engin ummæli: