föstudagur

Hvað ég verð þegar ég verð stór...

Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór (vonum samt að ég verði ekki mikið stærri en ég er núna!). Ég held ég ætli að verða leikari. Ég var að koma af leiksýningunni Rómeó & Júlíu (í annað skiptið btw) og ég verð að viðurkenna að þetta heillar mig allt voða mikið. Ég fór svo á bakvið eftir á (þar sem Rómeó eða Gísli er frændi minn) og þá varð ég nú bara veik! Ég er nokkurn vegin ákveðin. Samt ekki alveg. En við sjáum til. Ég hef samt spáð í þetta og ég veit alveg að sama hvað ég verð í framtíðinni, þá verð ég eitthvað sem tengist listum. Hvaða listum sem er. Ég gæti til dæmis hugsað mér að verða; rithöfundur, leikari, listamaður/listmálari (þ.e.a.s. ef ég kynni að teikna beina línu), fiðluleikari, bara whatever sem tengist þessu. En spurningin er eignlega bara hvað... hmmm...

Það er búið að banna mér aðgang að ákveðnu húsi hér í bæ þar sem geisladiskar eiga það til að týnast hjá mér. Mér er svo sem alveg sama með þetta bann þar sem ég hef aldrei og mun líklega aldrei stíga fæti inn í það, en er það ekki full gróft að bara banna mér að koma þar inn? Ég læt ekki diskana hverfa. Mér þykir óskaplega vænt um þá geisladiska sem ég á og reyni eins og ég get að passa þá, en ég er bara svo annars hugar alltaf sjáið til. Ég er samt ekki enn búin að finna Saybia diskinn. Ég er eiginlega búin að komast að því að einhver hefur tekið hann. Ég bý ekki í það stóru húsi að geisladiskur geti bara horfið hérna.

Annars bið ég ykkur vel að lifa. Takk takk.

Engin ummæli: