mánudagur

Svefn mikill og góður

Í nótt svaf ég í svona sirka 15 tíma. Mig dreymdi ekkert ljótt sem verður að teljast nokkuð gott þar sem ég sá tvö Keflvísk typpi með mínútu millibili í fyrradag og þess vegna vís með að fá slæma martröð. En ég sofnaði og svaf betur en ég hef gert í marga daga, ef ekki vikur. Líklega væri ég ennþá sofandi ef ég hefði ekki verið vakin. Einhver lógík í þessu.

Það þarf að verða hægt að hringja í...

...lyklana, veskin, peningana, og allt þetta smáa sem maður tekur með sér í útilegur og á djammið. Maður týnir því alltaf. Ég veit ekki hversu oft um helgina var hringt í einhvern síma bara því eigandinn nennti ekki að velta nokkrum púðum og svefnpokum til að finna hann. Og ég veit ekki hversu oft var kvartað undan því að ekki væri hægt að hringja í lyklana og veskin.

Það jaðrar við...

fullnægingu að hlusta á Kurt Cobain syngja My girl á Unplugged disknum. Ég mundi allt í einu eftir því um daginn að ég ætti þennan disk og setti hann í tækið og ég var sko með gæsahúð uppúr og niðrúr allan tímann.

Takk fyrir það.

Engin ummæli: