Longing for Spain...
Já. Ég var rétt í þessu að ljúka msn samtali við góðan vin minn frá Spáni. Hef ekki talað við hann í marga mánuði (vegna bilunar í tölvunni hans) og ég var að komast að því að ég sakna hans, og allra sem voru með mér úti, alveg rosalega mikið! Þetta var æðislegur tími sem varla er hægt að lýsa með orðum. Ef ég gæti fengið að upplifa einn mánuð í lífi mínu aftur, þá yrði það deffinetí þessi mánuður sem ég var úti. Vá, hvað mig langar aftur út!
Saybia diskurinn minn er ennþá ófundinn. Ég er í hjartasárum. Og fyrst umræðan er um týnda diska þá er In Utero diskurinn minn líka horfinn og Nirvana safndiskurinn minn. Þetta er óþolandi! Það er huldukona í húsinu mínu sem tekur hluti (og þá sérstaklega lykla og geisladiska) mjög reglulega frá mér og felur þá. Ég vil mótmæla þessu.
Hún á AMMLI!
Hún Katrín frænka mín á afmæli í dag! Hún er orðin 18 ára gömul... algjör elliær (miðað við mig) og vil ég óska henni innilega til hamingju með daginn. Ég eyddi reyndar mest öllum deginum með henni! Við byrjuðum á því að fara í Kringluna og vandra þar um í nokkra tíma og eyða peningum. Svo var farið heim, skipt um föt og hresst upp á útlitið og farið út að borða með henni, kærastanum og vinkonu. Við fórum á Ruby Tuesday og vil ég hrósa matseldinni. Þarna fæ ég næstbestu svínarif í heimi! Þau bestu eru á Tony Roma´s. Kannski maður fari bara út í veitingahúsarekstur og opni einn þannig hérna á Íslandi. Þá yrðu allir ánægðir.
Takk fyrir það
Engin ummæli:
Skrifa ummæli