Jöminn og jaminn!
Það stefnir allt í það að haldið verði til eyja um verzlunarmannahelgina... Úlala!!!! Og það verða leynilegir gestir með í för... En þeir verða ekki leynilegir öllu lengur því ég ætla að ljóstra upp leyndarmálinu... Það verða Norsarar!!! Já, norsararnir sakna okkar svo helví... mikið að þeir ætla að leggja land undir fót annað sinn og heimsækja okkur og læra fyrir fullt og allt hvernig Íslendingar djamma. Það verður brjálað! Og ef allt gengur eftir förum við svo aftur til þeirra um páskana 2004. Þvílíkt og annað eins. Maður ætti kannski bara að fara í einhvern góðan háskóla í Noregi og bara stofna til góðra kynna við þetta lið. Bara ævivinir. Eina vandamálið er að þeir fara í herinn næsta sumar. Pælið í því! Þeir eru skyldaðir til að fara í herinn! Kreisí Pípúl. Og svo ætlar einn þeirra að verða herflugmaður. Tsssss... Gefum nú bara skít í það.
Það tilkynnist hér með að ég ætla að gerast nunna. Strákar eru óþarfa hlutir og ég nenni ekki að standa í þessu rugli. Væri ekki heimurinn yndislegur ef maður væri bara lessa??? En ég hef nú ekki hlotið það hlutskipti í lífinu, þannig að ég verð bara að sætta mig við nunnuhlutverkið. Það kom líka einu sinni fram á áhugasviðsprófi sem ég tók í 10. bekk að ég væri líklegust til þess að verða nunna eða munkur. Af augljósum ástæðum verð ég líklegast ekki munkur, en nunna skal ég verða!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli