mánudagur

Jáhá! Komin heim frá Eyri Akurs.

fimmtudagur

Núnú... Maður er orðinn svo mikið VIP í skólanum að nemendafélagið ætlar bara að splæsa í flugferð fyrir mig á morgun til Akureyrar á meðan restin af liðinu þarf að rullast þangað í rútu... hahaha!
Nei... Við eigum nú bara að mæta á æfingu og þess vegna erum við að fara í flugvél, til að vera mættar á réttum tíma. Mér finnst það nú soldið skondið, ég hef aldrei farið í innanlandflug, en samt hef ég farið svona u.þ.b. 15 sinnum til útlanda! Mjög skemmtilegt, einhventíman er allt fyrst.

Einelti... að elta einhvern einan

er bara ein sú sorglegasta leið sem til er til að sætta sig við sjálfan sig. Fólk sem beytir einelti er bara illa innrætt. Í gær heyrði ég að ákveðin manneskja hefði sett ákveðna manneskju ofan í ruslafötu. Mér er nákvæmlega sama hversu fyndið fólki finnst þetta vera, maður setur ekki aðra manneskju ofan í ruslafötu! Það er bara ekkert annað en mannvonska. Þegar ég var yngri varð ég vitni af hræðilegu einelti og gerði ekkert í því því ég var hrædd um að ég yrði bara líka lögð í einelti. Núna sé ég eftir því, því manneskjan sem um ræðir er ein af mínum bestu vinkonum og mundi ég fegin færa henni hjálparhönd. Nú þegar ég er búin að deila með ykkur svona huxunum sem eru kannski ekki alveg til að lífga upp á tilveruna ætla ég bara að koma með léttan brandara í lokin...

A teacher asked her class "What do you want out of life"?
A little girl in the back raised her hand and said, "All I want
out of life is four animals."
The teacher asked "Really? And what four animals would that be"?
The little girl said, "A mink on my back, a jaguar in my garage,
a tiger in my bed and a jackass to pay for it all."

Lifið heil

þriðjudagur

Ég gleymdi að minnast á tónleika sem ég fór á á sunnudaginn (hvað er málið með öll þessi á?).
Þannig var að á sunnudag var síðasti dagurinn á listadögum ungmenna og barna í garðabæ. Á tónleikunum voru aðeins tvær manneskjur að performa. Fyrri var Jón Svavar Jósepson, en hann er bassasöngvari og er að fara að taka burtfararpróf úr Tónlistaskólanum í Garðabæ núna í vor. Þess má til gamans geta að hann er einmitt stjúpsonur uppáhaldskennarans míns í skólanum, hans Geirharðs. En Jón er örugglega mesti karakter sem ég hef séð á sviði og það var æðislegt að sitja þarna og hlusta á hann syngja ýmis lög sem maður hefur heyrt eða ekki heyrt. Hann er með geggjaða rödd og gúmmífés og hann er bara hreint út sagt frábær! Algjört beib líka þó hann sé lágur í loftinu. Eva Guðný, stelpa jafngömul mér, var eftir hlé. Stelpan sú hefur verið að æfa í skóla Yehudi Menuhins frá því hún var 13 ára gömul. Þar áður var hún með mér í tónlistarskóla! En hún allavega mætti þarna galvösk upp á sviðið. Í fyrstu var ég ekki heilluð því verkið sem hún spilaði var í raun eitthvað sem ég hefði getað gert sjálf en engu að síður mjög vel gert hjá henni. En þegar líða tók á tónleikana var hjartað farið ofan í buxur og ég alveg að tryllast í sætinu því þetta var svo geeeeeðveikt flott hjá henni að ég er viss um að Yehudi sjálfur hefði staðið á öndinni! Og vil ég nota tækifærið og óska henni innilega til hamingju með það hvernig hún spilar. Nú, svo eftir tónleikana er ég eðlilega búin að vera að brjálast á því að æfa mig og ég æfi mig og æfi! Þetta er svo gaman! Mikið væri gaman að geta spilað svona vel eins og hún og fá að halda bara sér tónleika fyrir sjálfan sig! Þetta ætla ég að gera einhverntímann.

Nú þess má einnig til gamans geta að það getur vel verið að ég fari til Frakklands í sumar, og enn og aftur mun ég ferðast ein (ef úr þessu verður). Stefnan er tekin á námskeið í einhverju R héraði sem ég man ekki hvað heitir. Námskeiðið er alveg óhemju vinsælt heyri ég og það er fyrir næstum öll svona 'vinsælustu' hljóðfæri; selló, píanó, fiðlu, víólu o.s.frv. Svo er líka kenndur söngur. Mjög skemmtilegt það!

Vona að ég hafi upplýsti ykkur með þessum einstaka fróðleik.

mánudagur

HAHAHAHAHAH!!!!

Ég var að hlæja skammtinn fyrir vikuna núna áðan! Þannig er nú mál með vexti að ég er heima hjá henni Þórhildi og hún var eitthvað að sýna mér svona tösku sem pabbi hennar fékk í Saga Bussiness Class og þar í var auka sokkapar, svona gríma fyrir augun til að geta sofið, tannkrem, tannbursti, breath refresher og sitthvað annað nytsamlegt. En svo kom toppurinn sko. Það vor svona tveir kringlóttir límmiðar sem á stóð "Please do not disturb" og á hinum stóð "Please wake me up for meals". Og hvað á maður að gera við svona líka góða nytjavöru? Jú, mikið rétt, maður setur einfaldlega límmiðann á einhvern vel valinn stað á hausnum á sér, til dæmis ennið, og fer svo bara að sofa og lætur flugfreyjurnar um að vekja mann, eða þá láta mann í friði sé þess óskað. Þetta er náttúrulega ekkert nema snilldarverk frá aðstandednum Flugleiða og vil ég óska þeim til hamingju með áfangann. Já, þetta var sko skemmtilegt.

Akureyri... Jájá...

Ég er mikið á móti verðlagningu sem sett hefur verið á ferðina til Akureyrar. Hún hefur orðið til þess að engin af vinkonum mínum fer þangað. Huxið ykkur stemminguna sem hlýtur að verða hjá mér! Ein á Akureyri yfir heila helgi!!! Nei, auðvitað þekki ég einhvern en það er enginn svona sem er alveg góður vinur minn eða vinkona og þá er ekki eins gaman. En ég neyðist til að fara til að skemmta landi og þjóð. Jújú... það sem maður leggur ekki á sig fyrir landann.

Kennarasleikjur eða bara nemendasleikjur?

Ég hef sjaldan orðið jafnreið og ég varð í morgun út í náttúrufræðikennarann minn. Ég varð alveg svo brjáluð að ég þurfti að fara fram á gang til að róa mig niður sko. Ég er náttúrulega svo samviskusamur nemandi og við vorum að gera verkefni sem við í rauninni þurfum ekkert að gera, en svona til að fá góða einkunn á prófinu ákvað ég að leggja eitthvað á mig. Svo kom að því að ég þurfti hjálp og ég bað um hana kurteisilega með því að rétta upp hendina og kalla á kennarann sem ég ætla reyndar ekki að nafngreina hér. Hann var kominn upp að borðinu mínu og ég var svona að benda honum á dæmi og þá kallar stelpa sem er með mér í tíma á hann (þess má til gaman geta að hún situr aftast og ég fremst þannig að það var þó nokkurt bil á milli okkar) og hann hættir að fylgjast með því sem ég er að gera og byrjar að tala við hana og labbar bara í burtu! Ég get svo svarið það að ég varð rauð í framan af reiði því þetta er sko ekki í eina skiptið sem þetta hefur gerst. Og það er sko engin tilviljun hvaða nemendur hann tekur fram yfir... þeir eru yfirleitt ljóshærðir með blá augu og í svona of litlum fötum með rassaboruna alveg að hoppa upp úr. Ég vil bara segja það að ef ég þarf að leggjast svo lágt að fara að aflita á mér hárið og ganga í flegnum bolum til helvítis og push-up bra dauðans til að fá aðstoð frá kennaranum mínum þá finnst mér það orðið frekar slæmt. Mér finnst þetta bara vera kennaranum sjálfum til skammar. Svo er hann alltaf eitthvað að böggast yfir því að ég fylgist ekki með í tímum! Hvað meinar hann? Hann er bara ekki einu sinni að fylgjast almennilega með sjálfur! Svo bara til þess að rökstyðja mál mitt aðeins frekar verð ég að bæta því við að þessi kennari er hátt settur í skólanum svo ég segi nú ekki meira.

sunnudagur

Ég er búin að stúdera Saybia diskinn minn ennþá meira. Mér þykir gaman frá því að segja að hann verður betri og betri eftir því sem ég hlusta oftar á hann. En ég er svo óhemju eigingjörn að mér finnst alveg ömurlegt að aðrir hafi uppgötvað Saybia og hvað þá að það sé byrjað að spila þetta bara á fullu í útvarpinu! Og það á FM! Þetta er kannski algjör óþarfa smámunansemi en svona er ég bara.

Ég lenti næstum í árekstri áðan og það var ekki skemmtileg reynsla.

laugardagur

Draumur á hvítu skýi

Mig dreymir...
Mig dreymir náttúrulega alveg helling á hverri nóttu en...
Núna er sá draumur efst á baugi hjá mér að mig langar að stofna hljómsveit. Já, sko! Mig langar að stofna hljómsveit. En það er bara pínulítil spurning um hvar ég ætti að finna aðra hljómsveirameðlimi. Og svo er auðvitað reginvandamál með það hvað í ósköpunum ég ætti að gera í hljómsveitinni! Ætli ég gæti ekki sungið... hver veit?
En ég kann að glamra á gítar og ég kann á fiðlu... ég kann líka ágætlega á píanó og svo er alltaf hægt að fikra sig áfram á bassa first maður kann á gítar held ég. Þannig að ef ég gæti reddað trommuleikara gæti ég kannski séð ágætlega um þetta sjálf. En ég þekki bara einn trommuleikara og hann er nú þegar í hljómsveit. þetta gæti orðið ogguponku vandamál svona held ég... hmmm... Goalið er allavega að komast í músíktilraunir að ári. Vá hvað það væri samt gaman mar!
Nú, aðalástæða þess að ég er að huxa um þetta núna er sú að áðan fór ég með Thelmu og Ingunni að hitta hljómsveitina sem ætlar að spila með okkur á Akureyri og vitiði hvað, til þess að komast á æfingasvæðið þurfti maður að labba inn í eitthvað skítugt port og þar var skúr og inn í skúrnum var æfingasvæðið! Og það var heaven! fullt af einhverju drasli og dóti og bulli og alls konar póstkort og plaköt út um alla veggi. Og í einu horninu var kassi stútfullur af gömlum plötum. Það lá við að ég spyrði hvort ég mætti ekki taka mynd af þessu. Mér fannst þetta æðislegt. Svo var svo mikið af drasli að maður komst ekki neitt og á gólfinu var svo mikið af snúrum að ef maður horfði ekki almennilega niður fyrir sig átti maður það á hætti að flækja sig í einni og hrasa niður á eitthvað oddhvast og þar að leiðandi deyja eða eitthvað annað hræðilegt. Þetta fílaði ég nú alveg í tætlur!

Sögupróf, Elín, Sögupróf!!!

föstudagur

jahérnahér.
Bara enn einn flöskudagurinn kominn! Mér er samt alveg sama. Helgar eru örugglega erfiðustu tímarnir fyrir mig. Allt stútfullt af heimalærdómi og æfingum og fleiri æfingum. Já, ég er sko alveg uppgefin eftir helgar á meðan aðrir eru bara mjög úthvíldir. En einhver verður að taka þetta út.

Mér er farið að förlast. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa á þessu blessaða bloggi og ég bara hreint út sagt nenni þessu ekki. ENNN... dónt vörrí. Ég er ekki farin strax. Onei, mér finnst þetta nebbla líka voða gaman sko, allavega í hófi.

Ég var að fá nýja myndavél í gær. Hún er hörkuflott. Hún er sko svona stafræn og ég fékk myndavélaprentara í kaupbæti! Huxið ykkur það! :)

Jæja,
ég er víst að fara í sögutíma og það er próf á þriðjudaginn... ekki gott mál :o/

Lifið heil

fimmtudagur

Saddaam og runninn

Ég skil ekki þetta asnalega rugl. Mér finnst þetta svo mikið bull að það er ekki einu sinni fyndið. Svo er maður að fylgjast með þessu í sjónvarpinu og manni finnst eins og Api og Wannabe Hitler séu í einhverjum byssuleik! Djöfu.... er þetta mikið kjaftæði. Ég sá eina mynd af særðu barni í morgun í hádegishléinu og mér leið hryllilega að vera þarna í bara mínu rólega lífi að narta í gulrætur og sitjandi í risastórum sal í þægilegum sætum og fæturna uppi á stólnum fyrir framan mig. Bush er ekkert annað en api.

Samræmd próf í framhaldsskólum! Hvaða...?

Í dag var heit umræða í félagsfræðitíma um samræmduprófin sem fyrirhuguð eru í framhaldsskólum. Við ræddum þetta fram og aftur, enginn virtist vera með þessu og allir orðnir alveg sótrauðir í framan af reiði. Nú, svo kom hádegishléið og við fórum niður í matsal og var þá ekki bara öllu nærstöddu liði þjappað saman og svo stóð einhver ljósmyndari upp á stól og tók mynd af herlegheitunum með hnefana upp í loft. Allt þetta til að mótmæla prófunum. Þetta líkar mér sko! Ég vil ekki þurfa að taka samræmt próf í stærðfræði! Ég er bara skilduð til að taka tvo áfanga, ég er búin með einn og ætla að taka hinn um leið og færi gefst. Ég get ekki tekið eitthvað fokking samræmt próf í stærðfræði! Væri ekki bara ráð að háskólarnir gerðu bara inntökupróf til þess að geta valið réttu nemendurna? Hvernig væri það? Þá gæti maður bara tekið próf í því sem maður vildi læra, ekki einhverju sem manni finnst að andskotinn sjálfur hafi skapað bara til að ná sér niður á manni fyrir eitthvð sem maður gerði í fyrralífi! Já, ég mótmæli.

miðvikudagur

Feimni er ekki gott mál...

Ég er feimin. Og það á heimsmælikvarða. Þetta háir mér alveg hrikalega. Ég hitti sætan strák í pratýi og tala við hann. Hann er með mér í skóla og í einum tíma og ég tala ekki við hann. Svo segi ég hæ á árshátíðinni og hann líka. Og brosir. Og ég get ekki einu sinni litið framan í hann í skólanum. Er ekki til einhver lækning við þessu? Endilega gefið ykkur fram ef þið vitið um eitthvað. En fyrir utan það þá eru strákar líka ekkert nema vandamál. Íþyngja manni barasta.

Tarot

Mig langar svo að láta spá fyrir mér með tarot spilum. Ég trúi alveg rosalega á þetta. Það hljómar kannski vírd en þetta hlýtur að vera til, annars væri fólk ekki að þessu!

þriðjudagur

Ég er með þriðjudagsveikina... Í gær var það mánudagsveikin sem er í raun algengari og mannskæðari en í dag er þriðjudagur og þar af leiðandi get ég ekki verið með mánudagsveikina eða hvað?

Það er ekki sniðugt að fá sér appelsínu í morgunmat því þá er maður með svona tæjur úr kjötinu út um allt í munninum (samt búin að bursta 2svar sinnum!) og það tekur allan daginn að trakka þér niður og ná þeim úr. Mjög niðurdrepandi.

Nína 'Júlí' handleggsbrotnaði ekki eins og alþjóð veit kannski en hún tognaði bara. Mikið hélt ég samt að þetta hefði verið hluti af sýningunni. Maður vissi bara ei hvað til bragðs ætti að taka.

Ég þoli ekki þriðjudaga!

laugardagur

Æjæjjj...

Ég var í leikhúsi áðan á Rómeó & Júlíu. Þetta er eitt magnaðasta leikrit sem ég hef farið á! Nálægðin við leikarana er alveg að fara með mann og maður fær næstum svita og skirp sletturnar yfir sig. Ég var alltaf að bíða eftir því að einhver ditti úr rólunum eða eitthvað og viti menn... Eftir að u.þ.b. 15 mínútur voru liðnar eftir hlé datt Nína Dögg Filippusdóttir (Júlía hörself) af sviðinu og annaðhvort handleggsbrotnaði eða eitthvað annað slæmt og það þurfti að kansela sýninguna og senda liðið heim. Þetta var rosalega slæmt fall og mér brá svo svakalega að ég bara vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hún öskraði sko þetta var svo vont. Ég fann svo til með henni að ég var að deyja. Greyið. Og hún er sko gift frænda mínum honum Gísla og hún er að fara til Þýskalands á svokallað Shooting Star sem er fyrir upprennandi stjörnur og henni var boðið eða eitthvað svoleiðis og það er bara stutt í það og hvað ef þetta er alveg svakalega alvarlegt??? Jöminn!

Kók er viðbjóður en samt

Ég sit fyrir framan imbann og er að japla á einu ógeðslegasta tyggjói sem framleitt hefur verið. Stöðvaúrvalið er nú ekkert alveg yfirþyrmandi en stöðin sem varð fyrir valinu í þetta skipti var SjárEinn. Eins og flesti glöggir menn vita þá er mikið lagt upp úr auglýsingum og auglýsingahléum og einmitt í einu svoleiðis kom nýja kók auglýsingin þar sem gæinn situr og er að bíða eftir kærustunni sinni og vinnukallarnir eru þarna í byggingunni. Verð að segja að þetta er schnilldarauglýsing. Hverjum dettur svona lagað í hug?? Alveg hreint með eindæmum. Annars er Kók drykkur frá því neðra og ber að banna hann með öllu. Skemmir tennur, heilsu og allt heila klabbið bara.

Sænska...

Það er sænsk mynd á stöð eitt og ég verð að viðurkenna að sænska er með einu af kúlustu tungumálum í heimi! Ég hreint elllllska hreiminn. Veit ekki hvað það er en það er eitthvað. Ég kann samt bara eina setningu á sænsku og hún er tekin beint upp úr myndinni Fucking Amal og það er einmitt nafna mín, Elín, sem segir hana. Mjög gott, mjög gott. En ég kann bara ekki að skrifa hana þannig að ég læt bara nægja að segja að hún er rosalega dónaleg... eða svoleis...

fimmtudagur

Hahaaaa!

Minns er í fyrirpartýi fyrir árshátíð FG-inga og það er svaka stemmning... maður orðinn vel í því og svona! Minns er að hlusta á Where is my mind og er að leita að fleiri skemmtilegum lögum... svo ætla ég að láta liðið hlusta á Saybia og fara að gráta áður en við förum :)

góðar stundir eins og frægur maður segir oftar en ekki,
Ellus

miðvikudagur

Það er svakalega erfitt að vera í nefnd... ég segi það satt!

Ég er brunnin til helv... á bakinu... samt vona ég að ég verði orðin brún á morgun :)
Sénsinn.

þriðjudagur

Af hverju fólk getur ekki kveikt útiljósin skil ég eigi. Ég er oftar en ekki nær dauða en lífi þegar ég geng í hús með Morgunblaðið á morgnana. Þá sérstaklega eitt hús þar sem alltaf er slökkt ljósið og jarðvegurinn svo grýttur að það hálfa væri helmingur. Svo gafst ég nánast alveg upp í vetur þegar svartasta myrkrið var og ég var að verða komin upp að húsinu án mikilla hrakninga og gamall og hrukkóttur kall birtist allt í einu í dyrunum...! Mér brá svo að ég hendti blaðinu í hann og hljóp í burtu. Já, svona er hún veröldin skrýtin. Ég bíð samt spennt eftir því að það verði bjart aftur þegar ég ber út. Þá er maður ekki eins þunglyndur og þarf kannski ekki að vera alveg eins hrikalega mikið dúðaður í úlpu flíspeysu af stóra bróður svo ermarnar nái nógu langt niður og svoleis. Djöfull er samt kallt í dag... ég er með sultardropa á nefinu og ég sit upp við ofninn inni!

mánudagur

Í nótt vakti ég lengi til að klára bókina Grafarþögn efti Arnald Indriðason. Hún er með eindæmum góð og ég mæli með henni. Ég er löngu komin yfir það að vera myrkfælin en ég ætlaði sko ekki að geta sofnað eftir að lesa þessa bók. Hún er ótrúlega krípí og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að loka augunum. Samt eru engir draugar og ekki neitt í henni en hún er samt rosalega skelfileg og það er svo skrítið að hugsa til þess að því sem er lýst í þessari bók sé í raun og veru til. Þetta er að gerast á hverjum degi. Nú vil ég ekki segja of mikið ef ske kynni að einhver sem les þetta hefur ekki lesið bókina en ég mæli samt eindregið með henni.
Svo fór mín bara í próf úr henni áðan og hreint brilleraði! Að eigin mati reyndar en mér fannst ganga rosalega vel. Takk fyrir það.

Ég pæli stundum of mikið í hlutum sem skipta ekki máli. Ég stunda það til dæmis mikið að velta því fyrir mér hvað sjampó sem freyðir ekki er asnalegt. Það er ekki hægt að þvo hárið sitt upp úr sjampói sem freyðir ekki!

Árshátíðin í skólanum mínum er á fimmtudaginn. Ég er svo hneyksluð að það nær engri átt. Í haust var haldið busaball á Astró. Það var í fyrsta skipti sem ég kom inn á Astró og fannst mér hann nú ekkert sérstakur. Hann var þröngur og subbulegur og ég var alltaf að detta um fólk sem var að detta og fólk var bara í algjörri kremuju. Samt voru bara um 200 manns á ballinu. Núna verður árshátíð. Ég geri sterklega ráð fyrir því að fleiri manns mæti á árshátíðina en á busaballið og við erum að tala um svona kannski 400 manns. Ballið verður á Astró. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með nemendaráð FG og hugsa að ég leggi fram kvörtun. Samt fer hún örugglega ekkert lengra en hingað.
Ég mótmæli!

Ég fór út að borða á Pizza Hut á laugardaginn. Ég veit ekki hvernig það er núna en þegar ég var í 9. bekk var ekki séns á því að fá vinnu þar. Ekki í 9. bekk! En þegar ég mætti þangað voru alveg tvær stelpur sem ég veit að eru í 9. bekk að vinna þar. Þetta er nú soldill óþarfa pirringur en þetta er samt soldið skrýtið.

Ég þoli ekki fólk sem situr við hliðina á manni í tölvustofunni og LES það sem maður er að skrifa. Bara hata það. Mind your own bussines!!

fimmtudagur

Það sem er leiðinlegast í geimi er að vera veik! Bara deila þessu með ykkur.

Ég vil líka fá að deila með ykkur yfirlýsingu Ragga um nördaskap hans. Mér finnst hún sniðug. Mér finnst nördar líka voðalega sniðugir enda er ég einn slíkur. Mjög gaman. Ég tók nefnilega eftir einu í dag. Ég var í dönsku og var að lesa Grafarþögn fyrir íslensku og svo allt í einu fór ég að pæla. Stelpurnar sem sitja fyrir aftan mig hafa í hverjum einasta tíma ekkert annað að tala um en að baktala aðrar vinkonur sínar og hneykslast á öðrum og svona. Ég verð að viðurkenna að ég hef tekið þátt í baktali en VÁ hvað þessar stelpur lifa á þessu. Svo fór ég að pæla aðeins meira. Ég veit að ég á eftir að fá skítkast fyrir þetta einhverstaðar frá en mér er alveg sama og ætla bara að tjá mig um þetta. Þær eru einmitt einar af þessu fallega fólki og því meira sem ég huxa um þetta því skýrara verður þetta... Fallega fólkið lifir á baktali og slúðri. Mér finnst skemmtilegast að lifa á því að vera asnaleg og gera það sem ég vil. Hux hux.

Annars labbaði ég um alla Smáralind í gær (og þegar ég segi alla þá meina ég ALLA) og betlaði fyrir styrkjum til að ég komist til Noregs í vor. Það gekk alveg ágætlega og fólk var almennt bara nokkuð jákvætt á þetta. Reyndar kom mér það mjög fyndnilega á óvart þegar kallin sem við töluðum við í TIGER sagðist ekki auglýsa búðina sína. Hann bara auglýsir EKKI. Mjög skondið. Reyndar sagðist hann vera meira en tilbúinn til að gefa okkur svona 3-4 hluti ef við ætluðum kannski að halda svona flóamarkað eða eitthvað. Mjög elskulegur og það var mjög sætt þegar hann hló og bumban hristist. Feitt fólk er nefnilega algjörar dúllur stundum. Sem dæmi má nefna kallinn í The King of Queens sem er sýndur á skjá einum á fimmtudögum ef ég man rétt. Hann er bara beib með meiru en hann er rosalega mikil bolla. Bollabolla. En heyrðu, nú er þetta farið að fara út í rugl!

Plön eftir stúdentinn

eru komin á borðið. Jú, það á að flykkjast í Interrail ferð strax eftir útskrift! Jeiiii! Áhugasamir endilega skrái sig í gestabókina mína :) En bara svo við höfum það á hreinu þá á ekki að skipulegga NEITT. Þetta verður bara ferð út í bláinn! Maður gæti þess vegna vaknað í Brussel einn daginn. Nei, segi svona.

Jæja, ætli maður verði ekki að fara að einbeita sér að þessum blessaða skóla sem maður á víst að vera að stunda af kappi... látum það samt ligga á milli hluta hvort ég sé í rauninni að því eða hvað... Huxhux!

miðvikudagur

Gítarinn minn er loksins kominn í réttar hendur. Mér líður yndislega að geta byrjað að glamra aftur og ég tók nú bara satt að segja ekki eftir því fyrst að hann væri ekki hjá mér en um leið og ég fékk hann í hendurnar áðan fann ég að ég hef saknað hans sárt! Mjöööög sárt. Ég get ekki beðið eftir því að fá Mikka Mús gítarinn hennar mömmu :)
Eminem og kúlistar bandaríkjanna

Ég var að horfa á DVD í annað skipti á Imbrudögum í morgun (ég sótti nú alveg um að gera eitthvað annað en það var allt annað fullt sjáiði til). Myndin sem sýnd var í morgun var mun skárri en sú sem var í gær. Allavega hélt hún stemmingu í liðinu. Sú mynd heitir 8 Mile og er með rapparanum knáa Eminem fyrir þá sem ekki fylgjast með. Ég horfði á myndina með mikilli eftirtekt og hún reyndi reyndar (vó... næstum því eins!) alveg gífurlega á heilann því það getur verið hörku vinna að skilja þessa gangstara þegar þeir eru farnir að tala "street"-málið svokallaða. En ég er ekki hæf til að fara að gagnrýna þess mynd því það mundi bara enda illa. Hins vegar vil ég koma því á framfæri að ég held að svona myndir hafi alvarleg áhrif á tungu þeirra sem þær horfa. Þegar myndin var búin gekk ég í rólegheitunum um götur hverfisins áleiðis heim, alveg ótrúlega frábærlega mögnuðu veðri, og tók þá allt í einu eftir því að ég var að hugsa á ensku, og ekki nóg með það, ég var sko að hugsa á "street"-málinu þar sem orð eins og 'shit' og 'fucking' komu víðs vegar við sögu. Ég reyndi strax að útrýma þessu úr huganum og byrjaði að hugsa um Laxdælu svona til að halda í þetta alíslenska sem ég hef í mínum gagnagrunni ef svo má segja. Annars fannst mér myndin alls ekki svo slæm!
Umsjónarmenn Imbrudaga stóðu sig mun betur í dag en í gær. Reyndar var hún Sigga húsvörður ekki ánægð með framistöðu nemenda í sambandi við hreinlæti og skammaði hún okkur hressilega og bannaði okkur að vera með neitt sem heitir matur og drykkur inni í fyrirlestrarsalnum. Svo óskaði hún okkur góðrar skemmtunar og brosti sínu blíðasta. Æj, hún er svo mikið krúsíbúsí! ENNN... Nemendaráðið dó ekki ráðalaust enda ráð og ætti að vita eitthvað í sinn haus, og lét okkur bara hafa gosið sem við borguðum fyrir í lok myndarinnar. Mjög gott, verrí gúdd!

Fuglasöngur og Esjan okkar góða

Í gærmorgun þegar ég vaknaði hress og kát klukkan sex og fór út, var sólin byrjuð að koma upp! Það var geggjuð sjón að sjá þegar hún kom upp fyrir aftan Esjuna sem sást reyndar ekki fyrst, en kom svo í ljós en þá var hún bara svartar útlínur. Það var magnað! Svo í gærdag og í dag er ég búin að njóta fuglasöngs út í hinar ystu æsar. Já, það má sko með sanni segja að vorið sé að koma og mér er alveg sama þó að fólk sé visst um að það snjói um páskana. Það er að koma vor! Allavega hjá mér :)

P.s. í þessum skrifuðu orðum eru litlir sætir fuglar að eta úr garðinu mínum... mússímússímússí!

þriðjudagur

Pælingar

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkoholistar" nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti"?

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?

Imbrudagar pimbrudagar

Ég vil lýsa yfir stríði á hendur umsjónarmanna Imbrudaga! Dagurinn var ekki eins notalegur og skemmtilegur eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ég mætti þarna galvösk klukkan hálf ellefu og ætlaði að horfa á einhverja skemmtilega mynd. Myndin sem sýnd var var About Schmidt og var hún nú alveg sérdeilis prýðileg. Hún var ágæt. Soldið löng reyndar.
En það var ekki allt. Myndin bilaði 2svar og þetta tók óhemjandi langan tíma að laga hana í bæði skiptin. Svo fengum við ekkert gos eins og okkur hafði verið lofað og ég borgaið heilar 250 krónur fyrir þetta volæði! sussubí.
Svo þegar þetta var búið leitaði ég dauðaleit að einhverjum sem gat sagt mér hvar hugmyndasamkeppnin væri (það var það næsta sem ég átti að fara í).
Svörin sem ég fékk voru á þessa leið (vil taka það fram að þau voru frá stjórnendum Imbrudaga):
"Ha, hugmyndasamkeppni? Hvað er það?"
"Erum við með hugmyndasamkeppni?"
"Spurðu hann"
"Spurðu hana"
"Ertu búin að tala við Ella?" (Elli var ekki á svæðinu)
"Ég finn ekki konuna sem á að vera með hugmyndasamkeppnina!"

Þetta gekk svona í u.þ.b. þrjú korter og ég var við það að labba út úr skólanum, þá kallaði Ingunn í mig, miskunnsamur samherji, og sagði mér hvar þetta var.
Þetta bjargaðist fyrir horn skal ég segja ykkur... ég hefði sagt mig úr skólanum sko! Nei, kannski ekki alveg...

laugardagur

Það er ömurlegt að eiga ferðatölvu, þráðlausa nettengingu en geta svo ekki verið á netinu inni í herberginu sínu því sendirinni (sem btw var plantað lengst niðri í kjallara) nær ekki þangað! Þetta er umhugsunarefni dagsins.

Ég er mikið á móti bankastarfsemi Íslands. Ég veit reyndar ekki hvernig það er úti í útlöndum en allavega finnst mér fáránlegt að loka klukkan fjögur því þá er ég ekki einu sinni búin í skólanum! Hvers á maður að gjalda? Svo var mér sagt að kortið mitt, sem hraðbanki ákvað að gleypa um síðustu helgi, yrði komið í mitt útibú hér í bæ garða eftir tvo daga og það var á mánudeginum. Svo ég mætti galvösk rétt fyrir lokun á fimmtudag en þá var ekkert kort komið. Bölvað. Á föstudaginn hafði ég ekki tíma til að fara og ná í það þannig að nú verð ég að lifa helgina án kortsins míns sem er einmitt svo ómissandi hlutur í hinu daglega lífi. Sérstaklega þegar maður er að fara í bæinn. En ég náði samt að redda þessu með klókindum mínum.

Saybia verða ekki á Hróaskeldu.