þriðjudagur

Ég gleymdi að minnast á tónleika sem ég fór á á sunnudaginn (hvað er málið með öll þessi á?).
Þannig var að á sunnudag var síðasti dagurinn á listadögum ungmenna og barna í garðabæ. Á tónleikunum voru aðeins tvær manneskjur að performa. Fyrri var Jón Svavar Jósepson, en hann er bassasöngvari og er að fara að taka burtfararpróf úr Tónlistaskólanum í Garðabæ núna í vor. Þess má til gamans geta að hann er einmitt stjúpsonur uppáhaldskennarans míns í skólanum, hans Geirharðs. En Jón er örugglega mesti karakter sem ég hef séð á sviði og það var æðislegt að sitja þarna og hlusta á hann syngja ýmis lög sem maður hefur heyrt eða ekki heyrt. Hann er með geggjaða rödd og gúmmífés og hann er bara hreint út sagt frábær! Algjört beib líka þó hann sé lágur í loftinu. Eva Guðný, stelpa jafngömul mér, var eftir hlé. Stelpan sú hefur verið að æfa í skóla Yehudi Menuhins frá því hún var 13 ára gömul. Þar áður var hún með mér í tónlistarskóla! En hún allavega mætti þarna galvösk upp á sviðið. Í fyrstu var ég ekki heilluð því verkið sem hún spilaði var í raun eitthvað sem ég hefði getað gert sjálf en engu að síður mjög vel gert hjá henni. En þegar líða tók á tónleikana var hjartað farið ofan í buxur og ég alveg að tryllast í sætinu því þetta var svo geeeeeðveikt flott hjá henni að ég er viss um að Yehudi sjálfur hefði staðið á öndinni! Og vil ég nota tækifærið og óska henni innilega til hamingju með það hvernig hún spilar. Nú, svo eftir tónleikana er ég eðlilega búin að vera að brjálast á því að æfa mig og ég æfi mig og æfi! Þetta er svo gaman! Mikið væri gaman að geta spilað svona vel eins og hún og fá að halda bara sér tónleika fyrir sjálfan sig! Þetta ætla ég að gera einhverntímann.

Nú þess má einnig til gamans geta að það getur vel verið að ég fari til Frakklands í sumar, og enn og aftur mun ég ferðast ein (ef úr þessu verður). Stefnan er tekin á námskeið í einhverju R héraði sem ég man ekki hvað heitir. Námskeiðið er alveg óhemju vinsælt heyri ég og það er fyrir næstum öll svona 'vinsælustu' hljóðfæri; selló, píanó, fiðlu, víólu o.s.frv. Svo er líka kenndur söngur. Mjög skemmtilegt það!

Vona að ég hafi upplýsti ykkur með þessum einstaka fróðleik.

Engin ummæli: