sunnudagur

Ég er búin að stúdera Saybia diskinn minn ennþá meira. Mér þykir gaman frá því að segja að hann verður betri og betri eftir því sem ég hlusta oftar á hann. En ég er svo óhemju eigingjörn að mér finnst alveg ömurlegt að aðrir hafi uppgötvað Saybia og hvað þá að það sé byrjað að spila þetta bara á fullu í útvarpinu! Og það á FM! Þetta er kannski algjör óþarfa smámunansemi en svona er ég bara.

Ég lenti næstum í árekstri áðan og það var ekki skemmtileg reynsla.

Engin ummæli: