laugardagur

Draumur á hvítu skýi

Mig dreymir...
Mig dreymir náttúrulega alveg helling á hverri nóttu en...
Núna er sá draumur efst á baugi hjá mér að mig langar að stofna hljómsveit. Já, sko! Mig langar að stofna hljómsveit. En það er bara pínulítil spurning um hvar ég ætti að finna aðra hljómsveirameðlimi. Og svo er auðvitað reginvandamál með það hvað í ósköpunum ég ætti að gera í hljómsveitinni! Ætli ég gæti ekki sungið... hver veit?
En ég kann að glamra á gítar og ég kann á fiðlu... ég kann líka ágætlega á píanó og svo er alltaf hægt að fikra sig áfram á bassa first maður kann á gítar held ég. Þannig að ef ég gæti reddað trommuleikara gæti ég kannski séð ágætlega um þetta sjálf. En ég þekki bara einn trommuleikara og hann er nú þegar í hljómsveit. þetta gæti orðið ogguponku vandamál svona held ég... hmmm... Goalið er allavega að komast í músíktilraunir að ári. Vá hvað það væri samt gaman mar!
Nú, aðalástæða þess að ég er að huxa um þetta núna er sú að áðan fór ég með Thelmu og Ingunni að hitta hljómsveitina sem ætlar að spila með okkur á Akureyri og vitiði hvað, til þess að komast á æfingasvæðið þurfti maður að labba inn í eitthvað skítugt port og þar var skúr og inn í skúrnum var æfingasvæðið! Og það var heaven! fullt af einhverju drasli og dóti og bulli og alls konar póstkort og plaköt út um alla veggi. Og í einu horninu var kassi stútfullur af gömlum plötum. Það lá við að ég spyrði hvort ég mætti ekki taka mynd af þessu. Mér fannst þetta æðislegt. Svo var svo mikið af drasli að maður komst ekki neitt og á gólfinu var svo mikið af snúrum að ef maður horfði ekki almennilega niður fyrir sig átti maður það á hætti að flækja sig í einni og hrasa niður á eitthvað oddhvast og þar að leiðandi deyja eða eitthvað annað hræðilegt. Þetta fílaði ég nú alveg í tætlur!

Sögupróf, Elín, Sögupróf!!!

Engin ummæli: