mánudagur

Í nótt vakti ég lengi til að klára bókina Grafarþögn efti Arnald Indriðason. Hún er með eindæmum góð og ég mæli með henni. Ég er löngu komin yfir það að vera myrkfælin en ég ætlaði sko ekki að geta sofnað eftir að lesa þessa bók. Hún er ótrúlega krípí og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að loka augunum. Samt eru engir draugar og ekki neitt í henni en hún er samt rosalega skelfileg og það er svo skrítið að hugsa til þess að því sem er lýst í þessari bók sé í raun og veru til. Þetta er að gerast á hverjum degi. Nú vil ég ekki segja of mikið ef ske kynni að einhver sem les þetta hefur ekki lesið bókina en ég mæli samt eindregið með henni.
Svo fór mín bara í próf úr henni áðan og hreint brilleraði! Að eigin mati reyndar en mér fannst ganga rosalega vel. Takk fyrir það.

Ég pæli stundum of mikið í hlutum sem skipta ekki máli. Ég stunda það til dæmis mikið að velta því fyrir mér hvað sjampó sem freyðir ekki er asnalegt. Það er ekki hægt að þvo hárið sitt upp úr sjampói sem freyðir ekki!

Árshátíðin í skólanum mínum er á fimmtudaginn. Ég er svo hneyksluð að það nær engri átt. Í haust var haldið busaball á Astró. Það var í fyrsta skipti sem ég kom inn á Astró og fannst mér hann nú ekkert sérstakur. Hann var þröngur og subbulegur og ég var alltaf að detta um fólk sem var að detta og fólk var bara í algjörri kremuju. Samt voru bara um 200 manns á ballinu. Núna verður árshátíð. Ég geri sterklega ráð fyrir því að fleiri manns mæti á árshátíðina en á busaballið og við erum að tala um svona kannski 400 manns. Ballið verður á Astró. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með nemendaráð FG og hugsa að ég leggi fram kvörtun. Samt fer hún örugglega ekkert lengra en hingað.
Ég mótmæli!

Ég fór út að borða á Pizza Hut á laugardaginn. Ég veit ekki hvernig það er núna en þegar ég var í 9. bekk var ekki séns á því að fá vinnu þar. Ekki í 9. bekk! En þegar ég mætti þangað voru alveg tvær stelpur sem ég veit að eru í 9. bekk að vinna þar. Þetta er nú soldill óþarfa pirringur en þetta er samt soldið skrýtið.

Ég þoli ekki fólk sem situr við hliðina á manni í tölvustofunni og LES það sem maður er að skrifa. Bara hata það. Mind your own bussines!!

Engin ummæli: