laugardagur

Það er ömurlegt að eiga ferðatölvu, þráðlausa nettengingu en geta svo ekki verið á netinu inni í herberginu sínu því sendirinni (sem btw var plantað lengst niðri í kjallara) nær ekki þangað! Þetta er umhugsunarefni dagsins.

Ég er mikið á móti bankastarfsemi Íslands. Ég veit reyndar ekki hvernig það er úti í útlöndum en allavega finnst mér fáránlegt að loka klukkan fjögur því þá er ég ekki einu sinni búin í skólanum! Hvers á maður að gjalda? Svo var mér sagt að kortið mitt, sem hraðbanki ákvað að gleypa um síðustu helgi, yrði komið í mitt útibú hér í bæ garða eftir tvo daga og það var á mánudeginum. Svo ég mætti galvösk rétt fyrir lokun á fimmtudag en þá var ekkert kort komið. Bölvað. Á föstudaginn hafði ég ekki tíma til að fara og ná í það þannig að nú verð ég að lifa helgina án kortsins míns sem er einmitt svo ómissandi hlutur í hinu daglega lífi. Sérstaklega þegar maður er að fara í bæinn. En ég náði samt að redda þessu með klókindum mínum.

Saybia verða ekki á Hróaskeldu.

Engin ummæli: