þriðjudagur

Af hverju fólk getur ekki kveikt útiljósin skil ég eigi. Ég er oftar en ekki nær dauða en lífi þegar ég geng í hús með Morgunblaðið á morgnana. Þá sérstaklega eitt hús þar sem alltaf er slökkt ljósið og jarðvegurinn svo grýttur að það hálfa væri helmingur. Svo gafst ég nánast alveg upp í vetur þegar svartasta myrkrið var og ég var að verða komin upp að húsinu án mikilla hrakninga og gamall og hrukkóttur kall birtist allt í einu í dyrunum...! Mér brá svo að ég hendti blaðinu í hann og hljóp í burtu. Já, svona er hún veröldin skrýtin. Ég bíð samt spennt eftir því að það verði bjart aftur þegar ég ber út. Þá er maður ekki eins þunglyndur og þarf kannski ekki að vera alveg eins hrikalega mikið dúðaður í úlpu flíspeysu af stóra bróður svo ermarnar nái nógu langt niður og svoleis. Djöfull er samt kallt í dag... ég er með sultardropa á nefinu og ég sit upp við ofninn inni!

Engin ummæli: