fimmtudagur

Það sem er leiðinlegast í geimi er að vera veik! Bara deila þessu með ykkur.

Ég vil líka fá að deila með ykkur yfirlýsingu Ragga um nördaskap hans. Mér finnst hún sniðug. Mér finnst nördar líka voðalega sniðugir enda er ég einn slíkur. Mjög gaman. Ég tók nefnilega eftir einu í dag. Ég var í dönsku og var að lesa Grafarþögn fyrir íslensku og svo allt í einu fór ég að pæla. Stelpurnar sem sitja fyrir aftan mig hafa í hverjum einasta tíma ekkert annað að tala um en að baktala aðrar vinkonur sínar og hneykslast á öðrum og svona. Ég verð að viðurkenna að ég hef tekið þátt í baktali en VÁ hvað þessar stelpur lifa á þessu. Svo fór ég að pæla aðeins meira. Ég veit að ég á eftir að fá skítkast fyrir þetta einhverstaðar frá en mér er alveg sama og ætla bara að tjá mig um þetta. Þær eru einmitt einar af þessu fallega fólki og því meira sem ég huxa um þetta því skýrara verður þetta... Fallega fólkið lifir á baktali og slúðri. Mér finnst skemmtilegast að lifa á því að vera asnaleg og gera það sem ég vil. Hux hux.

Annars labbaði ég um alla Smáralind í gær (og þegar ég segi alla þá meina ég ALLA) og betlaði fyrir styrkjum til að ég komist til Noregs í vor. Það gekk alveg ágætlega og fólk var almennt bara nokkuð jákvætt á þetta. Reyndar kom mér það mjög fyndnilega á óvart þegar kallin sem við töluðum við í TIGER sagðist ekki auglýsa búðina sína. Hann bara auglýsir EKKI. Mjög skondið. Reyndar sagðist hann vera meira en tilbúinn til að gefa okkur svona 3-4 hluti ef við ætluðum kannski að halda svona flóamarkað eða eitthvað. Mjög elskulegur og það var mjög sætt þegar hann hló og bumban hristist. Feitt fólk er nefnilega algjörar dúllur stundum. Sem dæmi má nefna kallinn í The King of Queens sem er sýndur á skjá einum á fimmtudögum ef ég man rétt. Hann er bara beib með meiru en hann er rosalega mikil bolla. Bollabolla. En heyrðu, nú er þetta farið að fara út í rugl!

Plön eftir stúdentinn

eru komin á borðið. Jú, það á að flykkjast í Interrail ferð strax eftir útskrift! Jeiiii! Áhugasamir endilega skrái sig í gestabókina mína :) En bara svo við höfum það á hreinu þá á ekki að skipulegga NEITT. Þetta verður bara ferð út í bláinn! Maður gæti þess vegna vaknað í Brussel einn daginn. Nei, segi svona.

Jæja, ætli maður verði ekki að fara að einbeita sér að þessum blessaða skóla sem maður á víst að vera að stunda af kappi... látum það samt ligga á milli hluta hvort ég sé í rauninni að því eða hvað... Huxhux!

Engin ummæli: