fimmtudagur

Núnú... Maður er orðinn svo mikið VIP í skólanum að nemendafélagið ætlar bara að splæsa í flugferð fyrir mig á morgun til Akureyrar á meðan restin af liðinu þarf að rullast þangað í rútu... hahaha!
Nei... Við eigum nú bara að mæta á æfingu og þess vegna erum við að fara í flugvél, til að vera mættar á réttum tíma. Mér finnst það nú soldið skondið, ég hef aldrei farið í innanlandflug, en samt hef ég farið svona u.þ.b. 15 sinnum til útlanda! Mjög skemmtilegt, einhventíman er allt fyrst.

Einelti... að elta einhvern einan

er bara ein sú sorglegasta leið sem til er til að sætta sig við sjálfan sig. Fólk sem beytir einelti er bara illa innrætt. Í gær heyrði ég að ákveðin manneskja hefði sett ákveðna manneskju ofan í ruslafötu. Mér er nákvæmlega sama hversu fyndið fólki finnst þetta vera, maður setur ekki aðra manneskju ofan í ruslafötu! Það er bara ekkert annað en mannvonska. Þegar ég var yngri varð ég vitni af hræðilegu einelti og gerði ekkert í því því ég var hrædd um að ég yrði bara líka lögð í einelti. Núna sé ég eftir því, því manneskjan sem um ræðir er ein af mínum bestu vinkonum og mundi ég fegin færa henni hjálparhönd. Nú þegar ég er búin að deila með ykkur svona huxunum sem eru kannski ekki alveg til að lífga upp á tilveruna ætla ég bara að koma með léttan brandara í lokin...

A teacher asked her class "What do you want out of life"?
A little girl in the back raised her hand and said, "All I want
out of life is four animals."
The teacher asked "Really? And what four animals would that be"?
The little girl said, "A mink on my back, a jaguar in my garage,
a tiger in my bed and a jackass to pay for it all."

Lifið heil

Engin ummæli: