miðvikudagur

Feimni er ekki gott mál...

Ég er feimin. Og það á heimsmælikvarða. Þetta háir mér alveg hrikalega. Ég hitti sætan strák í pratýi og tala við hann. Hann er með mér í skóla og í einum tíma og ég tala ekki við hann. Svo segi ég hæ á árshátíðinni og hann líka. Og brosir. Og ég get ekki einu sinni litið framan í hann í skólanum. Er ekki til einhver lækning við þessu? Endilega gefið ykkur fram ef þið vitið um eitthvað. En fyrir utan það þá eru strákar líka ekkert nema vandamál. Íþyngja manni barasta.

Tarot

Mig langar svo að láta spá fyrir mér með tarot spilum. Ég trúi alveg rosalega á þetta. Það hljómar kannski vírd en þetta hlýtur að vera til, annars væri fólk ekki að þessu!

Engin ummæli: