þriðjudagur

Ég er með þriðjudagsveikina... Í gær var það mánudagsveikin sem er í raun algengari og mannskæðari en í dag er þriðjudagur og þar af leiðandi get ég ekki verið með mánudagsveikina eða hvað?

Það er ekki sniðugt að fá sér appelsínu í morgunmat því þá er maður með svona tæjur úr kjötinu út um allt í munninum (samt búin að bursta 2svar sinnum!) og það tekur allan daginn að trakka þér niður og ná þeim úr. Mjög niðurdrepandi.

Nína 'Júlí' handleggsbrotnaði ekki eins og alþjóð veit kannski en hún tognaði bara. Mikið hélt ég samt að þetta hefði verið hluti af sýningunni. Maður vissi bara ei hvað til bragðs ætti að taka.

Ég þoli ekki þriðjudaga!

Engin ummæli: