laugardagur

Æjæjjj...

Ég var í leikhúsi áðan á Rómeó & Júlíu. Þetta er eitt magnaðasta leikrit sem ég hef farið á! Nálægðin við leikarana er alveg að fara með mann og maður fær næstum svita og skirp sletturnar yfir sig. Ég var alltaf að bíða eftir því að einhver ditti úr rólunum eða eitthvað og viti menn... Eftir að u.þ.b. 15 mínútur voru liðnar eftir hlé datt Nína Dögg Filippusdóttir (Júlía hörself) af sviðinu og annaðhvort handleggsbrotnaði eða eitthvað annað slæmt og það þurfti að kansela sýninguna og senda liðið heim. Þetta var rosalega slæmt fall og mér brá svo svakalega að ég bara vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hún öskraði sko þetta var svo vont. Ég fann svo til með henni að ég var að deyja. Greyið. Og hún er sko gift frænda mínum honum Gísla og hún er að fara til Þýskalands á svokallað Shooting Star sem er fyrir upprennandi stjörnur og henni var boðið eða eitthvað svoleiðis og það er bara stutt í það og hvað ef þetta er alveg svakalega alvarlegt??? Jöminn!

Kók er viðbjóður en samt

Ég sit fyrir framan imbann og er að japla á einu ógeðslegasta tyggjói sem framleitt hefur verið. Stöðvaúrvalið er nú ekkert alveg yfirþyrmandi en stöðin sem varð fyrir valinu í þetta skipti var SjárEinn. Eins og flesti glöggir menn vita þá er mikið lagt upp úr auglýsingum og auglýsingahléum og einmitt í einu svoleiðis kom nýja kók auglýsingin þar sem gæinn situr og er að bíða eftir kærustunni sinni og vinnukallarnir eru þarna í byggingunni. Verð að segja að þetta er schnilldarauglýsing. Hverjum dettur svona lagað í hug?? Alveg hreint með eindæmum. Annars er Kók drykkur frá því neðra og ber að banna hann með öllu. Skemmir tennur, heilsu og allt heila klabbið bara.

Sænska...

Það er sænsk mynd á stöð eitt og ég verð að viðurkenna að sænska er með einu af kúlustu tungumálum í heimi! Ég hreint elllllska hreiminn. Veit ekki hvað það er en það er eitthvað. Ég kann samt bara eina setningu á sænsku og hún er tekin beint upp úr myndinni Fucking Amal og það er einmitt nafna mín, Elín, sem segir hana. Mjög gott, mjög gott. En ég kann bara ekki að skrifa hana þannig að ég læt bara nægja að segja að hún er rosalega dónaleg... eða svoleis...

Engin ummæli: