mánudagur

HAHAHAHAHAH!!!!

Ég var að hlæja skammtinn fyrir vikuna núna áðan! Þannig er nú mál með vexti að ég er heima hjá henni Þórhildi og hún var eitthvað að sýna mér svona tösku sem pabbi hennar fékk í Saga Bussiness Class og þar í var auka sokkapar, svona gríma fyrir augun til að geta sofið, tannkrem, tannbursti, breath refresher og sitthvað annað nytsamlegt. En svo kom toppurinn sko. Það vor svona tveir kringlóttir límmiðar sem á stóð "Please do not disturb" og á hinum stóð "Please wake me up for meals". Og hvað á maður að gera við svona líka góða nytjavöru? Jú, mikið rétt, maður setur einfaldlega límmiðann á einhvern vel valinn stað á hausnum á sér, til dæmis ennið, og fer svo bara að sofa og lætur flugfreyjurnar um að vekja mann, eða þá láta mann í friði sé þess óskað. Þetta er náttúrulega ekkert nema snilldarverk frá aðstandednum Flugleiða og vil ég óska þeim til hamingju með áfangann. Já, þetta var sko skemmtilegt.

Akureyri... Jájá...

Ég er mikið á móti verðlagningu sem sett hefur verið á ferðina til Akureyrar. Hún hefur orðið til þess að engin af vinkonum mínum fer þangað. Huxið ykkur stemminguna sem hlýtur að verða hjá mér! Ein á Akureyri yfir heila helgi!!! Nei, auðvitað þekki ég einhvern en það er enginn svona sem er alveg góður vinur minn eða vinkona og þá er ekki eins gaman. En ég neyðist til að fara til að skemmta landi og þjóð. Jújú... það sem maður leggur ekki á sig fyrir landann.

Kennarasleikjur eða bara nemendasleikjur?

Ég hef sjaldan orðið jafnreið og ég varð í morgun út í náttúrufræðikennarann minn. Ég varð alveg svo brjáluð að ég þurfti að fara fram á gang til að róa mig niður sko. Ég er náttúrulega svo samviskusamur nemandi og við vorum að gera verkefni sem við í rauninni þurfum ekkert að gera, en svona til að fá góða einkunn á prófinu ákvað ég að leggja eitthvað á mig. Svo kom að því að ég þurfti hjálp og ég bað um hana kurteisilega með því að rétta upp hendina og kalla á kennarann sem ég ætla reyndar ekki að nafngreina hér. Hann var kominn upp að borðinu mínu og ég var svona að benda honum á dæmi og þá kallar stelpa sem er með mér í tíma á hann (þess má til gaman geta að hún situr aftast og ég fremst þannig að það var þó nokkurt bil á milli okkar) og hann hættir að fylgjast með því sem ég er að gera og byrjar að tala við hana og labbar bara í burtu! Ég get svo svarið það að ég varð rauð í framan af reiði því þetta er sko ekki í eina skiptið sem þetta hefur gerst. Og það er sko engin tilviljun hvaða nemendur hann tekur fram yfir... þeir eru yfirleitt ljóshærðir með blá augu og í svona of litlum fötum með rassaboruna alveg að hoppa upp úr. Ég vil bara segja það að ef ég þarf að leggjast svo lágt að fara að aflita á mér hárið og ganga í flegnum bolum til helvítis og push-up bra dauðans til að fá aðstoð frá kennaranum mínum þá finnst mér það orðið frekar slæmt. Mér finnst þetta bara vera kennaranum sjálfum til skammar. Svo er hann alltaf eitthvað að böggast yfir því að ég fylgist ekki með í tímum! Hvað meinar hann? Hann er bara ekki einu sinni að fylgjast almennilega með sjálfur! Svo bara til þess að rökstyðja mál mitt aðeins frekar verð ég að bæta því við að þessi kennari er hátt settur í skólanum svo ég segi nú ekki meira.

Engin ummæli: