fimmtudagur

Saddaam og runninn

Ég skil ekki þetta asnalega rugl. Mér finnst þetta svo mikið bull að það er ekki einu sinni fyndið. Svo er maður að fylgjast með þessu í sjónvarpinu og manni finnst eins og Api og Wannabe Hitler séu í einhverjum byssuleik! Djöfu.... er þetta mikið kjaftæði. Ég sá eina mynd af særðu barni í morgun í hádegishléinu og mér leið hryllilega að vera þarna í bara mínu rólega lífi að narta í gulrætur og sitjandi í risastórum sal í þægilegum sætum og fæturna uppi á stólnum fyrir framan mig. Bush er ekkert annað en api.

Samræmd próf í framhaldsskólum! Hvaða...?

Í dag var heit umræða í félagsfræðitíma um samræmduprófin sem fyrirhuguð eru í framhaldsskólum. Við ræddum þetta fram og aftur, enginn virtist vera með þessu og allir orðnir alveg sótrauðir í framan af reiði. Nú, svo kom hádegishléið og við fórum niður í matsal og var þá ekki bara öllu nærstöddu liði þjappað saman og svo stóð einhver ljósmyndari upp á stól og tók mynd af herlegheitunum með hnefana upp í loft. Allt þetta til að mótmæla prófunum. Þetta líkar mér sko! Ég vil ekki þurfa að taka samræmt próf í stærðfræði! Ég er bara skilduð til að taka tvo áfanga, ég er búin með einn og ætla að taka hinn um leið og færi gefst. Ég get ekki tekið eitthvað fokking samræmt próf í stærðfræði! Væri ekki bara ráð að háskólarnir gerðu bara inntökupróf til þess að geta valið réttu nemendurna? Hvernig væri það? Þá gæti maður bara tekið próf í því sem maður vildi læra, ekki einhverju sem manni finnst að andskotinn sjálfur hafi skapað bara til að ná sér niður á manni fyrir eitthvð sem maður gerði í fyrralífi! Já, ég mótmæli.

Engin ummæli: