fimmtudagur

Hvort kemur sterkara inn...
...að borða Elg á Þorláksmessu eða skötu?
Ég segi skötu. Borðaði tvo (kannski ekki kúffulla) diska af skötu og kartöflum og undi vel við. Fékk reyndar ekkert brennivín. Svolítið ósátt með það, en ég skal samt alveg fyrirgefa það.
Jólin koma eftir 25 klukkustundir og kortér. Haldiði að þið haldið það út?

Músin - sem lyktar eins og úldin pussa

miðvikudagur

Fékk í skóinn!
Ég er búin að fá í skóinn! Tæknilega séð fékk ég ekki í skóinn frá jólasveininum, heldur vorkenndi mamma mér svo mikið að jólasveinninn væri ekki búinn að gefa mér í skóinn, þannig að hún gaf mér perlufesti og belti :) Oh, hún er svo mikið krúttíbúttí.

Músin - sem er alveg að fara yfirum á limminu á jóladagsniðurtalningunni!
Úps!
Einhvers staðar á lífsleiðinni fór ég úr því að vera fyrirmyndar nemandi í Súsúkítónlistarskólanum og yfir í að verða fyrirmyndar systir í Súsúkískólanum. Er þá ekki rökrétt að ég verði næst fyrirmyndar mamma í Súsúkískólanum? Ég spyr... Einhver sjálfboðaliði til að láta þetta gerast? Anyone?

Ég held að jólasveininn sé ekki alveg að skilja konseptið. Ég er ekki ennþá búin að fá í skóinn! Samt er ég búin að standa á haus og vera eins góð stelpa og mögulega hef getað, en allt hefur komið fyrir ekki; ég fæ ekki neitt í skóinn. Ég treysti samt ennþá á Kertasníki með sitt góða og sígilda Prins Póló og Malt á aðfangadagsmorgunn. Mmmm... ég get ekki beðið eftir því að kúra undir sæng með Fíber/ljósleiðaratréð mitt á fullu blasti, prins í annarri og malt í hinni og að horfa á barnaefnið! Það verður gjuðveikt! Sérstaklega af því að ég er í fríi núna sko... alveg í fríi.

Skötuskandall
Skatan verður í hádeginu á morgun en ekki að kvöldi til eins og hefur verið hefðin að minnsta kosti síðustu átján árin. Nú er ég hlessa.
Pælið í þessu: ef þið takið k-ið úr orðinu Skatan þá fáið þið... Já! Satan! Hverjum hefði dottið þetta í hug? Kannski er þetta leið djöfulsins til þess að koma sér inn í þau rólegheit og þá birtu og gleði sem fylgir jólunum. Hann gerir heiðarlega tilraun til þess að drepa verslunarfólk úr fýlu á þorláksmessukvöld með því að senda illa þefjandi íslendinga í síðustu mínútu verlsunarleiðangur. Pælum aðeins í þessu! Gæti maður ekki ímyndað sér að prumpufýla sjálfs djöfulsins sé eins og lyktin af skötunni?

Músin - sem veit ekki í hvorn fótin hún á að stíga

þriðjudagur

JÁ! Búin að skreyta jólatréð og heilir 3 dagar til jóla! Detti mér allar dauðar... Maður hefði nú einmitt haldið að Jónas hefði verið maður og keyrt til vinstri, en allir góðir hlutir verða að enda með slæmum hlutum!

Ég er komin með mitt eigið jólatré. Það er voðalega sakleysislegt og krúttilegt. Ljósleiðarar gætu gert mann skakkann, eða geðveikan, eða hvort tveggja ef horft er of lengi. En þegar ég setti þetta tré upp þá mundi ég eftir einni kvöldstund þegar ég var á að giska í tíunda bekk. Hér kemur ein lítil jólasaga:

Hvernig Músin uppgötvaði jólin

Það var jólin 2001 ef ég man rétt. Músin var búin að skreyta fyrir jólin, en nú var skólinn kominn í jólafrí og ekki mikið að gera. Sem oftar sat Músin að leiðindum með félögum sínum, er uppástunga sú, að fara á fyllerí í ótéðum garði þar í bæ stakk upp hausnum. Músinni og félögum var ekki lengur til setunnar boðið, heldur örkuðu í téðan garð á strigaskóm og allt of þunnum og hallærislegum fötum. Þegar á staðinn kom uppgötvuðu Músin og félagar að þau höfðu ekkert áfengi. Leitað var á náðir samfylleríinga og þar sníktir nokkrir sopar. Ekki leið á löngu, eða um það bil eftir að 1 bjór og nokkrir sopar af ónefndu glundri höfðu rutt sér leið inn um varir Músarinnar, að hún var orðin helölvuð og stóð vart í lappir. Það er ekki frásögu færandi því því músin hefur löngum verið orðuð við fugltegund þá er ber íslenska heitið hæna í sambandi við áfengisdrykkju, einkum á yngri árum.
Músinni og félögum þótti tímabært að fara heim, því lágur aldur gerði það að verkum að ekki mátti vera úti lengur en, tja, við skulum ekkert láta það í ljós. Eftir u.þ.b. kortérs göngutúr heim á leið í frosti og viðbjóði, var Músin fyllri en nokkru sinni áður, arkaði inn, bauð samleigendum (foreldrum, ef þið viljið hafa það þannig) að eiga góða nótt og strunsaði svo inn í herbergi sitt. Þar lagðist Músin niður og horfði á áðurtéð jólatré glitra svona fallegum ljósleiðaraljósum og hugsa:
,,Vaaááá... En hvað þetta er fallegt..."
og ekki var laust við að nokkur tár féllu, jafnvel nokkur sms til ónefndra aðila sem Músin ku hafa verið ástfangin af í þetta skiptið. Það má segja að í þessu óskilgreinda ástandi, milli svefns-vöku-drykkju-edrús-skekkju-bykkju, hafi Músin uppgötvað jólin fyrir alvöru. Eftir þessa reynlsu varð Músin aldrei söm aftur, hún leit lífið öðrum augum og gerði allt í sínu valdi til að láta hætta að kalla sig hænu og breiða út boðskapinn; Ljósleiðaratré eru framtíðin, látið ekki náttúruna blekkja ykkur með sínu lífræna, græna, dauðlega viðbjóði.
Krakkar mínir, þetta er saga sem við ættum öll að læra af. Hversu miklar hænur sem við erum.
Farið varlega í jólaölið, þið gætuð orðið full!
Músin, með fullan matinn af Nóakonfekti

mánudagur

Kallinn floginn til sverige yfir jólin... Fínt að fá smá tíma fyrir sjálfan sig, en ég neita því ekki að það hafi verið svolítil eftirsjá þegar hann gekk upp í fríhöfnina... Ég meina, það er ekki hægt að ekki sakna ástmanns síns yfir aðal hátíðis/éti/leti/freti-daga ársins... Annars væri maður nú bara eitthvað brenglaður. Ég er latari en allt sem latt er...

Tuttugu og fjórir

Ég er alveg að missa mig yfir þessum frábæru þáttum! Er með seríu 2 í láni og ég bara næ varla að slíta mig frá þessari schnilld!

Þrjúhundruðsextíuogfimm
Fékk frábærustu dagbók sem um getur frá kallinum í svona fyrirfam jólagjöf í gær... Hún er geggjuð! Með alls konar svona flippuðu túdúi á hverri síðu. Til dæmis er miðvikudagurinn fimmti janúar sá dagur þar sem maður á að vera mannæta í einn dag... Flipp! Ég segi nú ekki meira. Ég elska þennan elskuhuga minn!

Takiði skrefið
Borið í nefið!

Músin sem aldrei sefur...

laugardagur

Kærasti frænku minnar varð í fjórða til fimmta sæti á herra ísland (nefni engin nöfn)!
Er á leiðinni á djammið! Próflokadjamm! Við erum að tala um feitast sko... sit hér og blogga þétt í því... :)

Elska ykkur öll

Músin... Með fullan matinn af bjór!

þriðjudagur

Þetta er nú alveg mega sega skrítið. Nú er ég að blóka á tölvu kallsins en eins og glöggir fylgjendur mínir vita, þá á hann iBook. Nú fer ég inn á blóksíðuna og þá er bara allt á kínversku! Og ég verð að játa mig seka að því að ég kann ekki mikið í kínversku, en ég reyndi að komast í gegnum þetta allt saman og komst inn á blókið mitt. Ekki nóg með það, ég þarf alltaf að skipta yfir á íslensku þegar ég byrja að skrifa svo ég geti skrifað íslenska sérstafi. Ég er nú farin að efast um gæði makkanna. FM-makkanna? Nei það voru Hnakkar...

Anywho... Það sem ég ætlaði að segja er að ég er búin með næstsíðustu önn mína í framhaldsskóla. Hver hefði haldið!? Kláraði prófin í morgun með því að semi brillera á íslensku 503 prófi úr bókmenntasögu síðust aldar. En það var ekki svo slæmt. Ég er að minnsta kosti ekki fallin!

Fyllerí á morgun? ég spyr. Ekki í kvöld að minnsta kosti. Ég gerðist svo fræg að vaka í fyrsta skipti í gærkvöldi við að læra. Aldrei hef ég vakað óhóflega lengi áður til að læra. Eða að minnsta kosti minnir mig ekki. En það er nú allt önnur ella...

Ætla að fara að lesa The Curiouse Incident of a Dog in the Night-Time... sem útlegst á íslensku sem Undarlegt Háttarlag Hunds um Nótt. Hef heyrt hún sé góð en ég þori ekki að dæma af fyrstu 10 blaðsíðunum.

Lifið í fríi en ekki spíi...

Músin... Sem veit ekki hvort það var Sigurður Einarsson eða Sigríður Einarsdóttir!

sunnudagur

A! gleymdi

góður linkur atarna

http://www.hrebbna.tk
Læri læri tækifæri!
Eins og fróður mörður sagði eitt sinn.

Nú er ég búin að sitja á bóksafni ónefnds fjölbrautaskóla hér í bæ í 11 og 1/2 og rotna og læra um okkar ástkæru og ylhýru rithöfunda í gegnum öldina sem leið. Hver hefði vitað að við ættum svona marga klikkhausa, hasshausa og rasshausa? Nú, ekki ég. Ég á víst að fara í próf í fræði sálar á morgun en ég er sama og ekkert búin að læra... Kenning Piaget anyone? Hjálpi mér allir heilagir!

Það hefur ríkt óvenju mikil þögn á þessu bókasafni í dag. Það gæti verið lægðin yfir landinu... það gæti líka verið þessi heilagi dagur sem sunnudagur er. En hvað sem öðru líður, þá hef ég einungis þurft að sussa svona þrisvar... jafnvel fjórum sinnum, en það er líka bara algjört lágmark miðað við suma dagana. En spáum í það að ég á kortér eftir af þessari unaðslegu jólavinnu minni og svo er ég gott sem komin í frí.

Jólasveinninn kom í gær... ég gleymdi að setja skóinn minn út í glugga... ætla að gera það í kveld... Ætli hann muni eftir mér...? Hversu óþekkur þarf maður að vera til þess að fá kartöflu í skóinn hvern einasta dag frá hverjum einasta jólasveini yfir ein jól? Maður spyr sig!

Kveðja úr bókmenntalífinu

Músin, með fullan matinn af rugli!
Lægð og heilaskaði

Það er lægð yfir landi ísa í dag... og ég finn það í hjarta mínu. Og reyndar höndum líka! Það er skítkallt í þessari tölvustofu niðri í skóla. En ég er samt spræk að vanda. Vaknaði klukkan níu í morgun að sjálfsdáðum... Já, þú last rétt kæri vin, að sjálfsdáðum, engin vekjaraklukka og ekki neitt. En það er nú allt önnur Ella.

Reyndar vaknaði ég fyrst eitthvað fyrr... Kannski svona um sjö leytið. Þá var ég að reyna að ná sambandi við Ragga... svona eftir á að hyggja er kannski ekki skrítið að hann hafi ekki svarað mér í fyrstu þrjú skiptinn... Ég kallaði hann nefnilega mömmu. Ég sagði þrisvar mamma við hann áður en ég fattaði að þetta var bara alls ekki rétt nafn sem ég var að nota og þá sagði ég raggi og viti menn! Þá svarði kallinn. En þetta er allt í lagi, hann var ekki að sofa yfir sig.

Nú, eins og áður sagði, þá vaknaði ég klukkan níu og skundaði í ræktina, með svona ca. hálfan líter af vatni í maganum og 37,3 cheerios hringi í maganum. Þar var þessi annars ágæti karl sem var að labba á hlaupabretti og horfa á eitthvað dauðarokk á popptíví. Nú ég spurði kauða hvort hann hefði nú mikið á móti því að ég skiptium stöð... "Nei, í guðanna bænum! Það er allt í lagi" svaraði hann að bragði. Ég hef löngum furðað mig á því hvað fólk er að pæla þegar það kemur með tveggja ára krakkana sína í ræktina. Svo fer það bara að sprikla eins og ekkert sé sjálfsagðara og krakkarnir dúlla sér við að reyna að lifta lóðum sem eru svona um það bil jafn þung og þau sjálf. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta kjánalegt.

Hahaha! Ég er með stjörnumerki í andlitinu! Það er vinnukonurnar þjár. Það eru sem sagt þrjár bólur í nokkuð beinni línu (nokkuð beinni sko) yfir andlitið mitt og ég verð að viðurkenna að það er asskoti kúl. Ég er svo kúl ég er að deyja! Svo er ég líka með augabrúnir sem minna á ónefndan aðila sem þykist vera rosalega kúl í skólanum og hefur meðal annars setið fyrir í auglýsingum tískuveruverslunarinnar seitján...

Tútelpipp!

Músin... Ha? Próf?

laugardagur

Þar sem alveg óhemju margir eru farnir að skoða blókið mitt, þar með talin Bryndís, ástkær samstarfsmaður minn og meðleikari, er ekki úr vegi að nauðsynlegt sé að setja nokkur orð hér inn.

Bókasafn og garðbæingar
Það er búið að vera alveg svívirðilega mikið að gera hjá mér síðustu daga og vikur og jafnvel mánuði. Núna er ég í prófum, búin með 1, 4 eftir! Ætli Laxness viti af þessu?
Nú, eins og flestir vita er ég að vinna á bókasafninu í skólanum, sem er alveg jävla fínt, því ég get bara lært á launum, talandi um lúxus. En það er ekki frásögu færandi, nema hvað, að ég var að vinna á síðastliðinn þriðjudag, sem einmitt vildi svo til að var síðasti dagurinn fyrir fyrsta prófið.
Nú var það svo að margir eldri bekkingar voru að læra fyrir sögupróf, próf sem hefur verið á margra vörum upp á síðkastið, og ekkert um það að segja, annað en það að það er viðbjóður. Nú eins og áður hefur verið nefnt, þá voru margir eftir bekkingar að læra, og ég komst að því að upp til hópa eru garðbæingaunglingar ekkert annað en ofdekraðir, hallærislegir, yfirgengilegir hálfvitar, (taki til sín sem eiga og engin móðgun við þá sem ekki taka til sín og ekki eiga) sem láta innflytjanda úr kópavoginum tína upp eftir sig eftirfarandi:
  • nammibréf
  • kókflöskur
  • hálfétnar samlokur
  • strokleður
  • hálfétin epli
  • nammibréf sem einhverra hluta vegna komst upp í bókahillu!
  • tyggjó
  • ókláraðan skyr.is drykk
  • opna, en þó fulla kókómjólk
  • smátt rifin nammibréf, sem voru dreifð snyrtilega um gólfið
  • hálfétnar skólabækur
  • misheppnuð útprent
  • notaðann smokk
  • eyra
  • jólaljósaseríur
  • vettlinga
  • pennaveski og penna og fleira pennalegt
  • skammarlegt skólablað sem ber það frumlega heiti Kind
  • hálfklárað íste
  • kynfræðsluteikningar af töflum (svipaðar þeim sem maður lék sér að að gera upp á töflu þegar maður var í fimmta bekk... muniði?)
  • klósettpappír
  • og svo margt margt fleira, sem varla tekur að nefna hér.

En nóg um það. Þá vitiði skoðun mína á þessum kapítalista afkvæmum sem vita ekki hvað það er að fullorðnast.

Kveðja

Músin, í besta skapi í heimi!

P.s. Þó svo að ég búi í garðabæ þá er ég ekki Garðbæingur (ég gæti nú ekki verið að drita yfir sjálf mig er það?) heldur er ég garðabæjarbúi. Hins vegar er ég stoltur Kópavogingur! og hananú!!


fimmtudagur

AAAAAAAAHHHHHHHH........!!!!!!!!

Einhver hefur ráðist inn í einkalíf mitt og skipt um mynd í prófílnum! Hver er svona ósvífinn... og bæ ðe vei... hver í ands******* kann leyniorðið mitt! Farið það grábölvað!

Fór á allsvakalegt fellerí á síðustu helgi með tilvonandi stúdetsefnum FG. Það var gífurgaman, en endaði ekki eins vel.

Fór svo hress og þunn ásamt öðrum þynnildum og einum þykkum (Raggi) að dansa af mér fæturna á Galadansleik sem er árlegur viðburður fyrir nemendur.

Nú svo þakka ég bara pent og ég vildi einnig biðja þann ósvífna mann/konu sem breytti myndinni minn, um að gefa sig fram við lögreglu eins og skot! Þú ert aumkunnverður lítill kall. Þú átt alla mína samúð. Farvel.

sunnudagur

Mmmm...
Ég er hætt í vinnunni minni. Nú verða allar mínar helgar lausar! Jibbíkóla! Það er yndisleg tilfinnig. Svona hefur það ekki verið síðan ég var í 8. bekk. Hehehe. En mér finnst yndislegt til þess að hugsa að þurfa ekki að standa í lappirnar í fleiri tíma og segja: ,,Góðan daginn, get ég aðstoðað?" og brosa svo asnalega eins og einhver dúkka. Mmmm...

Afmæli skrafmæli
Í dag var haldið upp á afmælið hennar systur minnar. Oh... hún er svo yndisleg. Hún fékk Madditt á DVD og svo þegar ég spurði hana þegar rúmlega hálf myndin var búin, hver væri Madditt, þá vissi hún það ekki, en svo var hún alveg viss um að Madditt væri strákur. Þegar ég og Raggi þvertókum fyrir það þá fór hún að gráta. Æ, þessi elska. Ég borðaði úber mikið af Rice Crispies köku en hana fæ ég líka bara einu sinni á ári, þannig að þetta er bara allt í lagi.

Bless og skress

fimmtudagur

Hmm... Ég vildi ekki borða kjúkling áðan. Voðalega slepjulegt eitthvað. En ég held mig bara við fiskinn.

Ég er svolítið svekkt yfir því að það skuli ekki koma neitt svona yndislegt septemberveður eins og hefur alltaf verið í september, æ, þið vitið, svona GOTT veður. Ja, ég mótmæli. Svo verður örugglega yndislegt veður um helgina þegar ég er að vinna.

Ég er alveg að missa mig, því mig langar svo mikið að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég veit bara ekki hvað ég á af mér að gera. Ég teikna myndir og skrifa og spila á fiðluna en það virðist ekki duga. Það vantar eitthvað. Ég vildi að ég hefði farið á listabraut. En því verður ekki breytt úr þessu. Kannski reyni ég bara að komast í listnám í landi Svía. Hver veit?

Bless kex

þriðjudagur

Grænmetisfæði Sollu á Grænum kosti er ekki að gera sig fyrir mig. Annars er mín tilraun til þess að vera "grænmetisæti" (ég borða fleira en grænmeti!) vel á veg komin og gengur vonum framar. Mér líður voðalega vel og er alveg í gúddí fílíng bara! Veit ekki hvort höfuðverkinn sem ég hef þjáðst af síðustu daga má skýra af næringarskorti eða hvað, en ég er alveg kúl núna, enda búin að slátra heilum 2(!) tofu buffum frá Sollu. Hver veit nema ég prufi einhvern tímann eitthvað annað frá henni. En ekki tofubuffið aftur.

Ég er svoleiðis að rústa skólanum þessa dagana. Kem heim og læri á hverjum degi og læt eins og bavíani. Mér líður yndislega! Einhvern daginn á ég eftir að hlaupa út nakin!

Sálfræði í Lundi að ári liðnu. Afmælið mitt eftir 11 daga og þá geta foreldrar mínir ekkert sagt við mig! Mohahahaha! Ekki það að ég ætli að gera allt gegn þeirra vilja. Ég er nú einu sinni litla stelpan þeirra ennþá. Ég elska þau svo mikið... Noha...

Systir mín á afmæli á morgun og eins og gefur að skilja er allt í hálofti hérna heima. Hún er alveg að rifna úr spenningi, bara gjörsamlega getur ekki hamið sig. Hún er yndi líka.

Jæja, nú ætla ég að fara að lesa klámbókina Ása, Jón og Agnarögn, en hana las ég oft forðum daga og þótti gaman að.

Hejsan!

fimmtudagur

Af hverju get ég ekki sett mynd inná? Hm...

Allavegana. Ég var að skrá mig á msn áðan og notaði gmail.com addressuna mína og svo fékk ég email frá sn til að staðfesta skráninguna. Ekki frásögu færandi nema hvað, að gmail er að reyna að stækka hóp viðskiptavina sinna og í hvert skipti sem ég fæ email frá einhverjum þá get ég boðið honum að fá sér gmail addressu. Þannig að neðst í bréfinu sem ég fékk frá Microsoft stóð:

Invite Microsoft to Gmail

Hahaha! Geðveikur brandari! Microsoft er að missa alla sína rafpósts-viðskiptavini vegna gmail, því þeir eru með 1000MB frítt minni og svo gefst mér bara kostur á því að bjóða þeim að fá sér email hjá Gmail. Hahaha! Ég ætti kannski að senda þeim þetta, bara svona upp á djókið...

Anywho. Ég er byrjuð í skólanum og allt gott og blessað við það. Ég held samt að þessi vetur verði svolítið erfiður. Alla vega fyrir jól. Svo fékk ég vinnu á bókasafninu í jólaprófunum, þannig að ég er bara góð. Svo á ég líka fullt af pening og get þess vegna farið í Interrail og lifað góðu lífi :D

Takk fyrir það og bless.
Músin

laugardagur

Haldið þið að ég sé að ganga af göflunum?

Ég er mikið að spá í hjúkrunarnám núna. Ég veit, ég veit... Það er bara þannig að ég er búin að vera að vinna á spítalanum í sumar og ég veit að þó ég fái kannski ekki alveg fulla innsýn í þetta allt saman, þá finnst mér þetta vera mjög heillandi. Að annast fólk og hjálpa því. Ég hjálpaði konu að borða áðan og þó að það sé ekki eitthvað sem ég á að gera, þá fannst mér það meira en sjálfsagt. Hún var svo slæm í höndunum og ég bara mataði hana. Þetta er kannski bara tímabundið brjálæði, en hver veit. Kannski á ég framtíðina fyrir mér í hjúkrun.

Gay pride!
Í dag byrjar Gay pride hátíðin hérna í Reykjavík og ég verð bara að segja að mér finnst þetta fínt framtak. Frétti af einum strák sem er að fara að byrja fyrsta árið sitt í MH og tók þátt í skrúðgöngunni í dag. Hann kom út úr skápnum í 10. bekk.
Það fékk mig til að hugsa. Þær minningar sem ég hef úr grunnskóla eru mjög misjafnar. Það var auðvitað gaman og allt svoleiðis, en ég er ekki viss um að ég hefði fyrir nokkurn mun þorað að koma út úr skápnum í 10. bekk. Svona eru tímarnir að breytast og mér finnst þetta frábær þróun. Ef krakkar í grunnskóla eru að uppgötva samkynhneigð sína og geta viðurkennt hana án þess að þurfa að skammast sín eitthvað fyrir það þá hljóta tímarnir að vera að breytast. Við vitum öll að fyrir nokkrum árum, segjum 10 árum, þá var samkynhneigð ekki viðurkennd á Íslandi, eða í heiminum. En sem betur fer þá er samkynhneigðin að verða meiri og meiri hluti af samfélaginu og ég hrópa húrra fyrir því, húrra húrra húrra!

Umferðar...
...átakið sem Umferðarstofa er búin að standa fyrir að undarförnu þykir mér æðislegt og vil ég gefa Umferðarstofu og aðstandendum auglýsinga í blaði, útvarpi, sjónvarpi og fleiri fjölmiðlum 5 músanef af 5 mögulegum fyrir þetta frábæra framtak!

Ég er að fara til Svíþjóðar á fimmtudaginn! Hehehe... Ég ætla að kenna Sænskum ljóskum að drekka bjór... Here I come to save the blondessssss....!

Bless og takk,
Mjúsin...

fimmtudagur

Ég er að fara að passa hund á lóðaríi. Jei, get ekki beðið. Mín reynsla af hundum á lóðaríi eru blóðtaumar eftir gólfinu, en Dísus lofar því að þar sem Kamilla er svo lítil þá ætti það ekki að gerast. Ég er sumsé að fara í fyrsta göngutúr ein með hund, sem ég man eftir að minnsta kosti.

Ég er með harðsperrur í hliðunum. Hvað gerði ég til að verðskulda að vera með harðsperrur í HLIÐUNUM?!

USSURNAR komnar með blogg: Sakna þín hevý!
Lenus londonfari komin með londonblogg: Londonblogg

Margt ómerkilegt og lítilsgagnlegt á þessum síðum eins og svo mörgum öðrum bloggsíðum, en alveg þess virði að kíkja.

Sjúddirei!

mánudagur

Kjúl

Fór í Kolaportið í gær og keypti mér Pilot-sólgleraugu. Ég held ég eigi eftir að detta niður einhvern daginn, ég er svo kúl! Það væri samt voðalega týpískt ef sólardagar sumarsins væru taldir, rétt eins og þegar ég fékk mér regnhlíf í Noregi og eftir það var bara sól. Talandi um lélega fjárfestingu.

Lítil og eimingjaleg vinna...

Ég er einungis í 35% vinnu. Það hljómar ekki vel á blaði. Eða lítur illa út á blaði eða eitthvað.

Lärerprogrammet

Ég held ég sé búin að finna mér ágætis nám í Svíþjóð. Kennaranám í Göteborgs Universitet, eða Háskólanum í Gautaborg. Ég held ég sé alveg passilegt fyrir mig bara! Ég sá að maður fær að læra latínu og hele klabben og svo gildir námið hérna á Íslandi! Þvílíkur lúxus. Það er bara einn hængur á. Mér líst ekkert á það að fara alein og yfirgefin í 30.000 manna Háskóla í landi sem ég er bara nýflutt til. En það ætti að reddast. Ég er ekki eini Íslendingurinn sem hef farið þangað. En svo fyrir utan það, hver segir að það sé garanterað að ég komist inn??? Alls ekki svo víst skal ég segja ykkur.

Anywho, þarf að fara að safna saman bökkum.
Blessíbili!

(ætla að gera einhvurn skandal á miðvikudaginn)

fimmtudagur

Spítalavinna

Nú vinn ég á spítala. Skrítinn vinnutími samt og nú fæ ég ekki frí eina einustu helgi í allt sumar! Ég er sumsé að vinna frá 17-21 sjö daga vikunnar og svo fæ ég frí næstu sjö daga o.s.frv. Vinnan mín er hins vegar mjög afslöppuð. Ég vinn sem sagt í býtibúrinu þar sem ég gef veika fólkinu að borða. Það er fínt. Gamall kall gaf mér nóakonfekt í gær (bestasta konfektið mitt!) og svo hef ég í raun nægan tíma til að lesa og gera það sem mig langar til.

Þvottavélar sjúkrahúsanna

eru alveg örugglega risastórar og hættulegar. Það munaði minnstu að síminn minn færi þangað! Ég var svo miið að flýta mér heim í gær að ég dreif mig úr vinnubolnum/peysu/eitthvað og henti honum í óhreinatauið þar sem ég hafði sullað á mig kaffi og einhverju og fór svo út. Síðan fattaði ég í gærkvöldi þegar klukkan var að verða tólf að ég hafði gleymt að taka símann minn úr vasanum! Nú ég hringdi í öryggisgæsluna og viti menn: kallinn ákvað að leita fyrir mig í óhreinatauinu og hringdi svo í mig 3 mínútum seinna og sagði símann minn vera í stöðugu ástandi og að hugsað yrði vel um hann þar til ég kæmi aftur til vinnu á morgun. Mikill léttir! Ég hélt að ég væri búin að missa hann fyrir fullt og allt!

PRÓFARKARLESTUR
Ég auglýsi hér með prófarkarlestur til sölu. Ég er búin með fjóra áfanga í framhaldsskóla og hef alltaf verið með 10 í stafsetningu. Áhugasamir hafið samband við mig í síma 894-1886 eða sendið mér e-mail á mayamus@gmail.com.

Kveðja,
Músin

föstudagur

Mér finnst einhvern veginn eins og enginn lesi þetta b(l)ögg mitt...

Sumar og sól!

Það er búið að vera svooo gott veður hér á klakanum síðustu daga að ég á bara ekki til orð! Mín bara komin með freknur og hele klabben! Get ekki beðið eftir því að fá einhverja vinnu eða eitthvað að gera bara!

Ég fæ ekki að kjósa...

...því ég á afmæli svo seint á árinu en mikið djöfulli er ég ánægð með hann Óla okkar núna. Kallinn bara hættur að láta Dabba rífa sig og stingur stórri kartöflu oní kok á honum. Æ læk it! Annars fannst mér tími kominn til að koma kallinum niður á jörðina og þess vegna fannst mér gaman að sjá Dabba sitja fyrir svörum í Kastljósinu í gær og láta hjakka svolítið á sér. Æ læk it íven mor!
Samt sem áður hef ég lítið vit á stjórnmálum og veit sama og ekkert hvernig þetta frumvarp er orðið núna. Veit bara að það var ömurlegt til að byrja með og er það örugglega ennþá. Dabbi er bara öfundsjúkur, og hananú!

Svíþjóð, hír æ kom!

Veit ekki alveg hvernig mér datt það í hug, en ég er fara til Svíþjóðar í lok sumarsins. 10 daga letilíf og skoða háskóla. Jibbíkóla. Þess vegna væri nú óskandi að ég fengi vinnu einhvers staðar í sumar... Það væri ekki verra, alla vegana.

En endilega notið ykkur þetta blessaða kommentakerfi, mér finnst svolítið sorglegt að enginn skuli kommenta á þessa annars vitsmunalegu texta hjá mér.

Hilsen!

laugardagur

Já! komin með mynd af "sjálfri mér" á prófílinn. Fór bara á Gúgl og leitaði að mús and would you just look what I found!

Takk fyrir, Takk fyrir!

fimmtudagur

Pixies í gær

og ég heima að prjóna. Já bæ þe vei, ég er að verða búin með peysuna mína sem ég byrjaði á fyrir ári síðan. Svo er ég líka að berjast við að klára að lesa Hobbitann sem ég byrjaði á um miðjan ágúst í fyrra. Ég er mjög leið. Planið var að hringja í mig á meðan Pixies var að spila bara til að ég gæti fengið að heyra lætin, eða eitthvað. Síminn varð batteríslaus hjá Ragnar og Garðar skellti bara á mig. Takk fyrir það. En það var allt í lagi, ég hélt bara áfram að prjóna.

Vinna skrinna

Ég er kannski búin að bæta dulítið úr atvinnuleysinu. Maður er kannski bara kominn með vinnu við að hreinsa skítinn upp eftir annað fólk! En það er ágætt, betra en ekkert allavega. Svo verður hún Lenus líka að vinna með mér ef allt gengur að óskum. Talandi um Lenu þá kom hún með fullt af góðum og skemmtilegum myndum fyrir mig í gær og ég er að hugsa um að sökkva mér ofan í rúmið mitt (eins og ég sé búin að vera á fótum lengi, vaknaði fyrir tæpum klukkutíma) og glápa úr mér augun. Hver veit, kannski prjóna ég á meðan?

Blessskress...

þriðjudagur

Ég er búin að fara í aðgerð, liggaliggalái!
Núna ligg ég bara og læt aðra stjana við mig og er ógeðsleg á hægra eyra... :)

En ég hef nóg að gera... lesa, prjóna, lesa, prjóna, láta stjana við mig og prjóna. Svo ef fer í hart get ég líka horft á sjónvarpið, en móðir mín var einmitt að koma í hús með fyrstu átta þættina úr Friends á DVD fyrir mig! Það er svo gaman að vera veikur!

Það þurfti að svæfa mig í gær og þegar lyfið var svona farið að virka temmilega á mig og ég svona að svífa inn í heim tómleikans (mann dreymir ekkert þegar maður er svæfður) þá spurði læknirinn mig svona "Jæja, Elín. Hvernig líður þér?" þá lék mín á alls oddi og svaraði um hæl "Ég er bara slök!". Svo man ég ekki meira eiginlega... Jú ég var látin sjúga súrefni, gaman gaman!

Verð að skundasta!

sunnudagur

Þvílík og önnur eins harka!

Það er bara vaknað klukkan átta á sunnudagsmorgni of farið út að hlaupa! Þvílíkur asnaskapur.

Fór á Van Helsing í gær. Ágætis mynd. Engin Lord of the Rings, en ágæt samt. Skemmtilegt hvað svona gamlar goðsagnir geta orðið að einhverri hryllingsmynd.
En ég þoli ekki fólk sem fer út í bíó. Og það ekki einu sinni í hléi! Það sátu við hliðina á mér 2 stelpur í gær og eftir svona 20 mínútur af myndinni fór önnur út. Svo kom hún aftur inn og hin fór út. Svo kom hún inn og hin fór aftur. Svo kom hún inn og þá fóru þær bara báðar. Ja...hérna...hér. Er ekki alveg hægt að sitja og klára myndina fyrst maður er á annað borð búinn að borga hátt í þúsund kall til að horfa á hana??? Ja...hérna...hér.
Ég sá prestinn sem fermdi mig líka í bíó. Hann var þarna með hele familien að sjá hryllingsmynd. Það þótti mér fyndið, sérstakleg í ljósi þess að myndin fjallaði um vampírur og fleiri óvætti sem eru ekki guði þóknanleg... eða só tú spík.

Síðasti heyrnalausi dagurinn!

Hann er runninn upp... síðasti heyrnalausi dagurinn minn. Eftir margra ára kvöl og pínu (ég tel sjálfri mér trú um að það hafi verið traðkað á mér á skítugum skónum sökum heyrnarleysis) fæ ég loksins heyrnina. Jibbíkóla. En enn og aftur minni ég á það að ég fer ekki á Pixies út af þessu. En enn og aftur minni ég á það að ég fer á Metallica í Egilshöll þann 4. júlí í sumar :D

Pilsner, bjór eða Pepsi Max

Ég vil fá einhverja með mér í lið og koma ákveðinni manneskju í skilning um að bjór og pilsner sé alveg jafn óhollt og Pepsi Max og aðrir kóladrykkir eða gosdrykkir. Endilega nýtið ykkur þetta forláta kommentakerfi sem okkur bloggurum hefur verið ljáð...

önntill leiter,
Músin kveður!

föstudagur

Já, bæ ðe vei!
Commentakerfi... endilega takið þátt... gífurlega skemmmmtilegt alveg!
Sumarið er tíminn...

...fyrir breytingar og hef ég því ákveðið að breyta um stíl og anda á blogginu mínu veraldarfræga og gef mér og ykkur, lesendur góðir, loforð mitt um að verða betri og samviskusamari bloggari í framtíðinni.

Heyrn, skreyln

Ég fæ kannski heyrn á mánudaginn! Eða sko, reyndar hef ég alltaf heyrt, en það er ekki það sama að heyra og heyra mæ frend. En ég hef sum sé ákveðið að leggjast undir skurðhnífinn og vona nú bara að ég verði ekki að læknamistökum og eyrað verði skorði af og ég líti út eineyrað egg.... eða eitthvað.

So sad...

Ég missi af tónleikum hljómsveitarinnar Pixies vegna ofangreindrar aðgerðar. So sad, but true... butt true! Ég neyðist því til að liggja uppi í mínu ískrandi rúmi á miðvikudagskvöld næstu viku og gráta mig í svefn á meðan minn heittelskaði fer með einhverjum skemmtilegum á tónleikana (það verður reyndar erfitt að toppa mig, en ætli hann taki ekki bara bróðir minn með... þá er hann allavega með sömu erfðirnar með sér, fyrst það besta fæst ekki...). Rassasorglegt alveg!

Píúííí...

Það er svo langt síðan ég hef skrifað hér að ég hefði getað verið búin að ná yfirráðum í heiminum og látið Bush sleikja á mér tærnar ef ég bara hefði nýtt tímann í eitthvað betra en að læra eða eitthvað álíka heimskulegt. En í stuttu máli sagt: ég er komin með nýtt herbergi, fékk sæmilegar einnkunnir(hefði getað verið betra), komin með skrifborð í fyrsta skipti í mörg ár og er á leiðinni að gerast betri manneskja. Eða kannski ég gerist bara betri mús... Who knows. Nú í sumar ætla ég svo að reyna að vera dugleg að blogga og reyna að láta gott af mér leiða svona á meðan ég er ekki mjög bussí við að vera atvinnulaus. Já, ég er sem sagt atvinnulaus og ef þið viljið gefa peningagjafir, andlegan styrk, nú já eða bara vinnu (!) endilega sendið mér e-mail á mayamus@gmail.com eða hringið í 894-1886.

And that's about it...

Læt í mér heyra en þangað til... Sjúbbídei!

miðvikudagur

Bleah...

Páskafrí að nálgast óðfluga. Ég get ekki beðið því það er svo mikið að gera í skólanum! Það fyrsta sem verður gert til að fagna þessari merku hátið er að farið verður upp í bústað og dottið rækilega í það. Eftir það verður heill veggur rifinn niður heima hjá mér og lítil íbúð búin til handa mér :D Frábælt. Ég var bara að vona að ég gæti reddað mér einhverjum litlum ískáp til að geta verið með einn kaldann reddí við hendina. Auglýsi hér með eftir litlum ískáp sem fæst gefins. Og þegar ég segi lítinn þá meina ég lítinn. Áhugasamir hafi samband við mig á marteinnmus@hotmail.com. Síðan þarf ég reyndar að læra eins og vitleysingur yfir páskana. Á eftir að lesa 2 heilar bækur og eitthvað svona skjummtilegt.

Keyptir voru fyrir mig miðar á Deep Purple og Pixies. Skulda því aðilanum sem keypti þá 9000 kjell. Reyndi að semja og fá að borga í blíðu, en eitthvað gekk það nú illa. Ég skil það ekki alveg því hver hafnar slíku boði??? Sem betur fer er útborgun á morgun og samningaviðræður enduðu þannig að sæst var á að hægt væri að borga með afborgunum. Floooot...

Hilsen og nissen!

laugardagur

Arrrg... Garrrg!

Var boðið á Brodway í kveld á eitthvurt DJ ball... Ég ætla að fara, en mér var boðið, nota bene, ég borga ekki krónu. Ætti maður að gera uppreisn og mæta í nirvana bol og rifnum gallabuxum? Who knows? Mér yrði kannski bara hent út og sagt að láta aldrei mitt skítuga rokkfés sjást framar á hinum fágaða og fína stað Broadway þar sem einungis fínt og flott fólk sem hlustar á hámenningar tónlist (aka: Lágmenningartónlist sem nefnist hip hop) og borðar kavíar með kampavíni má láta sjá sig. En ég þori engri svona bölvaðri uppreisn, ég ætla bara að fara háhælaða skó og eins þröngan bol og ég finn í skúffunum mínum svo hver einast felling sjáist alveg örugglega svo ég falli vel inn í hópinn. Þá held ég að ég sé í góðum málum og lendi ekki í neinum útistöðum við hiphoparana.

Reyndar gæti ég farið á smáralindardjamm í kveld en þar sem ég á engan 2000 (fokking) kall til að borga mig inn í partý þá ætla ég frekar að fara frítt í lágmenninguna.

Btw. Sá lágmenning skrifað Lámenning skýrt og greinilega í blaðinu í um daginn. Það var meira að segja auglýsing og allt. Maður hlýtur að spyrja sig, hvert er okkar ylhýra að fara???

fimmtudagur

Hmm... Þurfti að taka róandi til að sofan í gær :S

Lamdi Spænskukennarann minn áðan og sparkaði næstum í hans heilgasta svæði!

föstudagur

Lost in translation

Fór á hana í gær. Þetta er fííín mynd. Ég var svona sátt þegar ég kom út af henni þó svo að endirinn hafi engan veginn verið endir. Það var hægt að hlægja að þessari mynd og jafnvel að svona atriðum sem voru eiginlega ekki fyndin, sum atriði bara minntu á eitthvað fyndið sem maður hafði upplifað sjálfur og þá hló maður... Mig langar hins vegar alveg ótrúlega mikið að fara til Japan eftir þessa mynd. Mjög svo skemmtilegt land líklega. Þar sem myndin gerðist var bara endalaust af ljósaskiltum og skemmtistöðum og flottum húsum og ég veit ekki hvað og hvað og hvað. En ég held ég myndi sætta mig við að fara í eitt svona munkaklaustur.

Ég dáist að munkum. Ég held að þetta séu einar af hreinustu sálum í heiminum. Eina lífveran sem er hreinni er nýfætt barn. Annars eru munkar mjög skrýtnir og ég myndi ekki láta mér detta í hug að gerast einn, en bara eins og munkaklaustrin. Ég hef aldrei séð þau með berum augum en í öllum bíómyndum eru þau svo ótrúlega flott og friðsæl. Ég ætla að fara þangað einvherntímann!

fimmtudagur

Gettu betur... hahaha... ennþá betur!

Ég var að koma af viðureign Menntaskólans Hraðbraut og Fjölbrautaskólans í Garðabæ í spurningakeppninni Gettu Betur. Þar háðu liðin mikla og drengilega baráttu og vil ég óska þeim innilega til hamingju. Eeeen... Mitt lið tapaði! Ég sem var búin að kaupa mér munch og setja stríðsmálningu í andlitið og kaupa mér fg bol og ég veit ekki hvað og hvað og hvað... Ég vissi nú reyndar svarið við fæstum spurningunum en, ég átti erfitt með að skilja hvers vegna hvorugt liði gat svarað þessu:

Í eftirfarandi texta er orðaruglingur:

Stjórnin er tilbúin að leggja hönd á bagga við uppbygginguna. (eða eitthvað í þessa áttina).

Hver leggur hönd á bagga??? Á maður ekki að leggja hönd á plóg? Hvorugt liði hafði hugmynd um svarið og FG-ingar fóru í fólsku sinni að breyta setningunni í þátíð...

En þetta var engu að síður skemmtilegt og ég er bara í gúddí fílíng. Reyndar fæ ég ekki að fara aftur og öskra eins og brjálæðingur og stappa niður fótum í Vetrargarðinu (þó svo að ég efist um að nokkur myndi stoppa mig ef ég gerði það) en það verður bara að hafa það!

Hvað er hnattvæðing?


Besta dæmið sem við höfum er Díana prinsessa. Þarna höfum við breska
prinsessu með egypskum kærasta sem á sænskan gemsa. þau lenda í
árekstri í frönskum göngum þar sem þau eru í þýskum bíl með
hollenskum mótor, keyrðum af belgískum bílstjóra sem er fullur af
skosku viskíi. Þau voru elt af ítölskum paparazzi á japönsku
mótorhjóli sem tók myndir af þeim með myndavél frá Taiwan fyrir
tímarit frá Spáni. Sá sem tók á móti henni eftir slysið var
rússneskur læknir og filippínskur aðstoðarmaður sem notuðust við
meðul frá Brasilíu.


Þessi pistill var þýddur úr ensku yfir á spænsku af manni frá
Kólumbíu, sendur til vinar frá Venezuela sem sendi hann til nokkurra
Mexíkana. Þaðan barst hann áfram og var þýddur yfir á íslensku af
stúlku sem lærði spænsku í Puerto Rico. Og nú er annar Íslendingur
sem hefur greinilega ekkert betra að gera í vinnunni að lesa
þetta....


Hver nennti þessu???

þriðjudagur

Friður 2004?

Ég man ekki mikið eftir síðustu forsetakosningum enda ekki beint á þeim aldri þar sem maður situr spenntur eftir úrslitum. En ég man eftir einum frambjóðandanna. Það er hann Ástþór Magnússon blessaður kallinn. Ástþór, eins og flestir ættu að vita, var forsprakki samtakanna friður 2000. En eins og allflestir ættu líka að vita þá er ekki ennþá kominn neinn friður, allavega ekki í minni veröld. Hann Ástþór okkar er nú búinn að gera margan skandalinn eftir tilraun sína í forsetakosningunum. Sem dæmi má nefna hefur hann mætt í réttarsal með eina bæjarins bestu framan á sér (Hefur líklega verið of seinn í réttarhöldin) og í jólasveinabúningi, allt gert í góðum fílíng. Hann hefur einnig sippað eins og vitfirringur í þættinum 70 mínútur á PoppTíví. En nú er hann Ástþór kominn með útlenda tsjéllingu (ég ætla að leyfa mér að nota þetta orð þó ég sé stelpa og eigi ekki að nota það) og ætla að koma, sjá og sigra á komandi forsetakosningum.

Ég vil ekki vera með neinar framtíðarspár en ég hlakka til að fylgjast með þessu, hver veit nema hann komi bara í líki Tomma Tómats á kosningavökuna. Ég skal svo reyna að halda ykkur informed um þetta mál hér á blókinu mínu.

fimmtudagur

Kaldaljós

Nú hef ég lagt það á mig að lesa bókina Kaldaljós eftir töfraraunsæisrithöfundinn Vigdísi Grímsdóttur. Bókin, sem er hvorki meira né minna en 254 bls í letri 10 í kilju, er hreint ágætislesning, nema þú sér manneskja sem þarf að hafa allt eins raunsætt og mögulegt er. Nú er svo komið að ég er að fara að kíkja á myndina sem gerð var eftir bókinni og hlakka ég mikið til. Það eru nákvæmlega 2 tímarí sýninguna núna.

Á kvikmyndir.is er ein umfjöllun um myndina. Þar er mjög svo raunsær og kvektur maður að tjá sig og skrifar hann eftirfarand:

Ótrulega yfirborðskennd artsy kvikmynd með einstaklega slappan söguþráð. Samræðurnar eru hægar, einstaklega óraunverulegar og lítið um þær. Myndin reynir að vera djúp og full af pælingum en kemur út sem innihaldslaus steypa. Þung píanótónlist, langar þagnir og náttúruskot af Íslandi virðist vera samblanda sem íslenskir kvikmyndagerðamenn geta ekki staðist -- hræðilega tilgerðarlegt. Eflaust túlka listaspírurnar þetta sem glæsilegt meistarastykki um kreppu nútímamannsins í póstmódernísku nýraunsæissamfélagi en mér þótt kvikmyndin í alla staði ómerkileg. Ég hef reyndar ekki lesið bók Vigdísar Grímsdóttur, þannig að ég þekki ekki inn á söguþráðinn fyrir fram...

Ahhh... skaut hann sig ekki aðeins í fótinn þarn þessi? Gefur það ekki augaleið að maður fer ekki á mynd sem er byggð á skáldsögu Vigdísar án þess að hafa lesið bókina? Það er kannski bara ég...

þriðjudagur

Hvað er að skeðast??

Ég hef orðið vör við mikla breytingu á sjálfri mér undanfarna daga. Lýsir breytingin sér í því að ég les fyrir tíma og leysi verkefni og hvað eina. Ég er orðin hrædd um að þetta fari út í öfgar og ég læri jafvel undir próf! Þeir sem vita um lækningu við þessum illræmda sjúkdóm, endilega hafið samband við mig!

Bóndadagur... dagur bænda!

Á föstudaginn var var bóndadgur. Fínn dagur fyrir þær konur sem langar að gleðja sig með því að kaup blóm fyrir bóndann sem prýðir svo heimili þeirra næstu daga á eftir. Ég hins vegar tók mig til og fann ennþá rómantískari gjöf fyrir bóndann en blóm... Ég keypti sorabókin Drepið okkur eftir Hugleik Dagsson. Djöfuls viðbjóður það er. En... fyrir kærastann minn var þetta algjör gersemi. Hann settist í sófann og bókstaflega grét úr hlátri! En ég fékk sko koss og knús þegar það var allt saman búið :oD

Idol... madness

Ég viðurkenni það að hafa horft á Idol og fannst gaman að. Reyndar byrjaði ég ekki að horfa fyrr en keppnin í Vetrargarðinum byrjaði þannig að ég er ekkert slæm. En nú velti ég fyrir mér... Er ekki svolítil geðveiki að ætla að halda annað Idol? Er það ekki meiningin annars? Ég meina, við erum ekki nema tæplega 300.000 manna þjóð, 1700 fóru í áheyrnarprufu minnir mig og hverjir eiga að fara næst? Fólk fór síðast ef það ætlaði sér að gera það... Við finnum ekkert annað ædol. Stöð tvö verður bara að finna sér eitthvað annað til að féfletta fólk með...